Líf Magneu­dóttir, odd­viti VG í borgar­stjórn, segir ekki mikla flug­elda­sýningu í sátt­mála nýs meiri­hluta sem kynntur var í gær.

„Ég skynja ekki þessar miklu breytingar sem að Fram­sókn boðaði. Þetta er svo­lítið á­fram­hald af verk­efnum sem þegar voru hafin og stóð til að halda á­fram að gera, þannig það kemur ekkert sér­stak­lega mikið á ó­vart,“ segir Líf í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Það er engin flug­elda­sýning þarna. Mér finnst skorta þor og rótt­tækni,“ segir hún og segist sakna á­herslu á­náttúru­verndar­mál og kven­frelsis­mál í sátt­málanum. „Af því að það er tungunni tamast sem er hjartanu næst, það er alltaf þannig,“ segir Líf.

Þannig finnst Líf mjög vont að sjá að Of­beldis­varnar­nefnd verði lögð niður og breytt en nefndin var stofnuð á sér­stökum fundi borgar­stjórnar sem einungis var skipaður konum þann 19. júní árið 2015, á 100 ára af­mæli kosninga­réttar kvenna.

„Frá henni hafa komið marg­vís­leg kven­frelsis­mál sem við þurfum að halda á lofti og þurfum að halda á­fram að vinna að. Ég sakna þess og finnst þetta ekki gott.“

Líf segir að það gleðji sig þó að sjá minnst á vísinda­safn í sátt­málanum, sem hafi verið Vinstri grænum hjartans mál í kosningunum.

„Þetta gleður mig og er dæmi­gert fyrir okkur Vinstri græn, við setjum eitt­hvað á dag­skrá og svo taka aðrir flokkar það upp og gera að sínu. Þannig eiga stjórn­mál að virka, það er eins með femínis­mann, náttúru­vernd, hjóla­stíga og styttingu vinnu­vikunnar, ég gæti haldið lengi á­fram.“

Sér ekki eftir neinu

Sérðu þá eftir því að hafa ekki gefið kost á þér í þetta sam­starf til að koma ykkar á­herslum á fram­færi?

„Nei, alls ekki. Við förum aðrar leiðir að því. Við erum fjöl­skipað stjórn­vald, við erum sam­vinnu­fús og þú þarft ekkert endi­lega að vera í meiri­hluta til að knýja fram breytingar. Það er ekki endi­lega alltaf þannig,“ svarar Líf.

Hún segir líka skipta máli hafa starf­hæfan minni­hluta, sem kunn til verka og kunni að vinna að góðum málum. „Við munum standa okkur vel í því, halda þeim við efnið, veita þeim að­hald og jafn­framt taka þátt í því að bæta á­sýnd borgar­stjórnar,“ segir Líf.

Hún segir að vekja þurfi traust aftur á borgar­stjórn. „Þetta snýst alltaf um per­sónur og leik­endur og ekkert endi­lega alltaf um flokka, heldur það fólk sem velst í flokkanna hverju sinni, hvernig dýnamíkin er og hvernig það fólk vinnur saman.“

Þú boðar ekki sömu á­taka­stjórn­mál og voru kannski mikið í fréttum á síðasta kjör­tíma­bili?

„Það sem var auð­vitað dapur­legt við síðasta kjör­tíma­bil er hversu rætið og mein­fýsið það varð og hversu mikið lýð­skrum var í gangi, sem af­vega­leiðir alla um­ræðu. Af því að það er gaman að takast á um hug­mynda­fræði og það er gaman að tala um pólitík alveg óháð öllu öðru. Þar eiga á­tökin að vera,“ segir Líf.

„Það verður líka alltaf eitt­hvað til í á­tökunum, stundum er það bara ó­geðs­lega vont eins og á síðasta kjör­tíma­bili en stundum geta líka á­tökin fært okkur nær mark­miðum okkar eða breytt ein­hverju til hins betra. Það eru á­tökin um hug­mynda­fræðina sem ég vil sjá og mun standa fyrir að ræða, það eru átök um hug­mynda­fræði og stefnur flokkanna.“