Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir í grein sem hann birtir á sam­fé­lags­miðlum sínum að tíma­bært sé, og nauð­syn­legt, að endur­skoða reglur um sótt­kví. Til­kynnt var í dag að sótt­varna­læknir væri með í smíðum nýjar reglur um sótt­kví þar sem verður nánar skýrt hver þarf að fara í sóttkví og við hvaða tilefni.

Í grein sinni fjallar Bjarni um það að það hafi þurft að bregðast við auknum fjölda smita með því að grípa aftur til sam­komu­tak­markanna og að það hafi helst verið gert til að verja heil­brigðis­kerfið.

„Nú stöndum við í miðri vinnu við að á­kveða fram­haldið. Við höfum lært margt af eigin reynslu og getum lært af öðrum. Öllum er ljóst að við þurfum að sætta okkur við að veiran verður á­fram með okkur um sinn og þessa reynslu þarf því að nýta, halda á­fram að læra og bregðast við í sam­ræmi við að­stæður,“ segir Bjarni í grein sinni.

Hann segir að margt sé hægt að gera og í­trekar að á spítalanum hafi allt verið gert sem hægt var til að tryggja að þar gengi allt upp, vanda­málið væri ekki fjár­mögnun heldur mönnun.

Bjarni segir að á þessum tíma­punkti far­aldurs sé tíma­bært að endur­skoða reglur um sótt­kví og nota önnur úr­ræði eins og skyndi­próf, ef það er hægt.

„Það virðist gefa góða raun annars staðar og á að vera for­gangs­mál á þessum tíma­punkti,“ segir Bjarni og bendir á að með því væri skimunar­geta þjóðarinnar betri og meiri.

„Langar raðir bólu­settra ein­kenna­lausra á leið í skimun ættu að vera úr sögunni, ef við bara tökum í gagnið fjöl­breyttari lausnir,“ segir Bjarni.

Bjarni segir að á meðan þessi úr­ræði eru ó­reynd sé ó­tíma­bært að ræða lang­tíma tak­markanir innan­lands

„En það er fyrir bestu að horfast í augu við það mat að það geti tekið langan tíma að losna við þessa ó­væru fyrir fullt og allt. Verk­efnið er þá að geta lifað með því á­standi,“ segir Bjarni.

Færsluna má sjá hér að neðan.