Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir að loka svæði í námunda við Gróttu frá 15. Júlí næstkomandi. Brugðist er til þessa ráðstafana til að vernda fuglalíf en umrætt svæði er skilgreint sem friðland.

Skyndilokun í ótiltekin tíma

Svæðið hefur verið lokað síðan 1. maí en opna átti fyrir umferð aftur 15. júlí. Eftir úttekt umhverfisstofnunar hefur verið ákveðið að framkvæma skyndilokun til þar til óhætt verður að opna svæðið aftur, eða í það minnsta tvær vikur til viðbótar.

Aukin gæsla á svæðinu

Samkvæmt Umhverfisstofnun er mikilvægt að bregðast fljótt við þar sem svæðið sé vinsælt útivistarsvæði fyrir almenning og mikil hætta sé á verulegri röskun fuglalífs.

Aukin landvarsla verður yfir lokunartímabilið til að tryggja að óviðkomandi aðilar komist ekki inn á svæðið.