Næsta miðvikudag verður íbúum Austurríkis skylt að bera andlitsgrímur í matvöruverslunum eftir nýja skipun frá stjórnvöldum landsins.

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, tilkynnti þetta í dag en von er á stórri sendingu af andlitsgrímum frá Kína í vikunni.

„Það verða andlitsgrímur í boði fyrir utan matvöruverslanir og það verður skylda að vera með þær uppi þegar þú ert inn í versluninni,“ sagði Kurz.

Þá bætti hann við að það væri óskandi að íbúar Austurríkis myndu einnig notast við andlitsgrímur þegar það þarf að fara úr húsi.