Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, til­kynnti um breytingar á tak­mörkunum vegna Co­vid-19 í dag. Í aug­lýsingu heil­brigðis­ráðu­neytisins kom meðal annars fram að far­þegum í al­mennings­sam­göngum sé skylt að nota and­lits­grímu vari ferð þeirra lengur en 30 mínútur.

Síðast­liðinn föstu­dag var á­kveðið að horfið skyldi frá þeim kröfum að far­þegar yrðu skyldaðir til að nota grímu í Strætó en deginum áður greindi fyrirtækið frá því að grímulausum farþegum yrði ekki hleypt um borð í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Ný til­mæli heil­brigðis­ráð­herra gætu þýtt að breyta þyrfti reglum á ný.

Reglur um grímu­notkun í al­mennings­sam­göngum munu vara til 13. ágúst næst­komandi en þá verða þær teknar aftur til skoðunar.

Ekki er ljóst hvort reglurnar muni breyta starfsemi Strætó á höfuðborgarsvæðinu.