Í dag tóku gildi breytingar um skimun komu­far­þega en nú þurfa allir komu­far­þegar sem eru með ein­hvers konar tengsl við Ís­land að fara í sýna­töku innan 48 klukku­stunda frá komu til landsins, það á núna líka við þau sem eru bólu­sett og þau sem hafa áður sýkst af Co­vid-19. Eins og áður þurfa allir far­þegar þó einnig að sýna fram á nei­kvætt Co­vid-próf sem er ekki eldra en 48 klukku­stunda gamalt.

Til­kynnt var um þessar breytingar þann 6. ágúst. Ein­staklingar með tengsl við Ís­land teljast:

Ís­lenskir ríkis­borgarar

Ein­staklingar bú­settir á Ís­landi

Ein­staklingar með at­vinnu­leyfi á Ís­landi

Um­sækj­endur um at­vinnu­leyfi eða al­þjóð­lega vernd á Ís­landi

Þurfa ekki að vera í sóttkví á meðan

Þessir ein­staklingar þurfa ekki að sæta sótt­kví á meðan þau bíða niður­stöðu úr skimun en gert er ráð fyrir að fólk fari annað­hvort í hrað­próf (anti­gen) eða PCR-próf. Sýna­takan er gjald­frjáls og heimilt er að sekta fólk sem ekki fer í skimun.

Að sögn Ragn­heiðar Óskar Er­lends­dóttur verður hægt að fara í PCR-próf á Kefla­víkur­flug­velli en boðið verður upp á hrað­próf á heil­brigðis­stofnunum um land allt fyrir komu­far­þegana.

Hún á von á því að það fjölgi í vikunni í sýna­tökum en að það dreifist yfir vikuna.
„Þetta er innan 48 klukku­stunda þannig við erum að búast við fjölgun í vikunni. Það er PCR í Kefla­vík en þau sem velja að fara á heil­brigðis­stofnun þau fara í hrað­próf,“ segir Ragn­heiður.

247 vélar næstu fimmd daga

Í dag er von á 55 flug­vélum sem lenda á Kefla­víkur­flug­velli, 46 vélum á morgun, 41 vél á mið­viku­dag, 56 vélar á fimmtu­dag og 49 vélar á föstu­dag.

Nánar hér.