Mikill eldsvoði var í kínversku borginni Changsha í dag, en myndband sýnir skýjakljúf í ljósum logum. BBC fjallar um málið.

Umrætt myndband er nú í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en um er að ræða 42 hæða skrifstofuhús og úr því rýkur mikill svartur reykur.

Stjórnvöld í Kína hafi gefið út að búið sé að slökkva eldinn og að enginn hafi látist í brunanum.

Ekki er víst að svo stöddu hvað olli eldsvoðanum.

Umrædd bygging var vígð árið 2000 og er eins og áður segir í borginni Changsha, en í henni búa tíu milljón manns.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.