Innlent

Skúturæninginn í far­bann

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum mun óska eftir því að karlmaður sem rændi skútu við Ísafjarðarhöfn um helgina verði settur í farbann. Landhelgisgæslan sendi varðskipið Þór af stað í gær eftir að skútan hvarf.

Varðskipið Þór var sent á eftir skútunni í gær. Landhelgisgæslan

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur óskað eftir því að maður sem rændi seglskútu, sem geymd var við Ísafjarðarhöfn, um helgina verði settur í farbann. 

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Landhelgisgæslan hefði sent varðskipið Þór og þyrlu til aðstoðar lögreglunni á Vestfjörðum í gær til þess að hafa upp á skúturæningjanum, en sneri hann skútunni við að sjálfsdáðum og sigldi til hafnar að Rifi. Við komuna þangað tóku að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn, ásamt tveimur starfsmönnum séraðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar á móti skútunni og var varðskipinu Þór snúið aftur til Reykjavíku og var maðurinn handtekinn.

Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu að maðurinn hafi verið yfirheyrður vegna málsins og rannsókn miði vel áfram. 

Þá kemur fram að hann verði færður fyrir Héraðsdóm Vestfjarða innan tíðar en þar mun lögreglustjórinn leggja fram farbannsbeiðni.

Að lokum kemur fram að ekki sé tímabært að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Stolna skútan komin til hafnar á Rifi

Innlent

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Innlent

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Auglýsing

Nýjast

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Auglýsing