Björgunar­sveitir í Hafnar­firði og Kópa­vogi voru kallaðar út klukkan 11 í morgun vegna skútu sem hafði siglt í strand utar­lega í Skerja­firði.

Segir í til­kynningu frá Lands­björg að í fyrstu hafi gengið illa að stað­setja skútuna en að um hálf tólf hafi sést til hennar. Um klukkan 12 voru björgunar­bátar komnir að henni og voru að freista þess að koma línu í hana.

Skútan er stað­sett um eina sjó­mílu utan við Álfta­nes og ekkert er vitað um skemmdir á henni að svo stöddu.