Suð­austan­átt 5-13 metrar á sekúndu og rigning, en þurrt fram eftir degi norðan- og norð­austan­lands. Dregur úr úr­komu sunnan til í nótt. Gengur í norðan 8-15 á morgun með skúrum eða slyddu­él um norðan­vert landið en skýjað með köflum og lítils háttar væta á Suður­landi. Hiti 1 til 11 stig, mildast syðst.

Í hug­leiðingum veður­fræðings kemur fram að nú í morguns­árið séu skil að koma að suð­vestur horni landsins og byrjað að rigna úr þeim á Reykja­nesi.

Þessi skil fara norð­austur yfir landið í dag og því verður rigning í öllum lands­hlutum þó ekki fyrr en seinni­partinn á Norð­austur­landi. Skilum fylgir smá vind­strengur suð­vestan til en annars verður vindur á bilinu 5-10 metrar á sekúndu. Nokkuð milt loft fylgir úr­komunni og verður hiti á bilinu 2 til 11 stig, hlýjast á Suður­landi.

Seint í nótt og á morgun mun ganga í norðan 8-15 metrar á sekúndu með skúrum eða slyddu­éljum um norðan­vert landið og kólnandi veðri. Sunnan til verður lítils háttar væta framan af en birtir til er líður á daginn. Hiti um og yfir frost­marki norðan­lands, en 3 til 9 stig syðst.

Enn er í gildi hættu­stig al­manna­varna á Seyðis­firði vegna hættu á skriðu­föllum.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á mið­viku­dag: Norð­læg átt, 5-13 metrar á sekúndu með rigningu eða slyddu en lítils háttar væta sunnan­lands framan af degi. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.

Á fimmtu­dag: Suð­vestan 5-13 metrar á sekúndu og að mestu létt­skýjað. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frost­marki á Norður- og Norð­austur­landi.

Á föstu­dag: Vest­læg átt og lítils háttar væta vestan­lands en annars skýjað með köflum. Hiti 1 til 7 stig.

Á laugar­dag: Aust­læg eða breyti­leg átt, að mestu skýjað og dá­lítil væta á víð og dreif, einkum sunnan- og vestan­lands. Hiti breytist lítið.

Á sunnu­dag og mánu­dag: Út­lit fyrir á­kveðna suð­austan­átt með rigningu og mildu veðri.