Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er grunaður um mistök í starfi sem hafi leitt af sér andláta sex sjúklinga þegar hann starfaði hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, er kominn aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins en í fréttinni staðfestir Landspítalinn að Skúli Tómas sé kominn á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi en ekki með sjúklingum.

Í frétt Rúv kemur einnig fram að Skúli hafi farið í leyfi frá störfum að eigin ósk en ekki að skipan spítalans.

Rannsókn lögreglu á málinu lauk í gær og er það inn á borði héraðssaksóknara sem ákveður næstu skref í málinu.

Alls voru ellefu mál inn til rannsóknar á borði lögreglu, þar af sex andlát.