Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW segist hafa tapað öllu sínu, sjálfsmyndinni og sjóðunum við fall WOW. Eins og fram kemur í helgarblaði Fréttablaðsins var honum þá ráðlagt að fara í persónulegt gjaldþrot en þráaðist við.

Með falli WOW, einu og sér, tapaði hann fjórum milljörðum, en þess utan skuldaði Skúli og félög hans annað eins sem hann er að greiða niður með sölu fasteigna, jarða, verðbréfa og listaverka „og sú vinna er í fullum gangi,“ viðurkennir hann fúslega og metur það svo að með aðstoð fjölskyldu og vina klári hann sín mál.

„Þetta virtist að vísu vonlaust í farsóttinni, enda var landinu lokað, en nú er allt breytt, markaðir og fasteignir í methæðum og það hefur hjálpað mér mikið í þessu uppgjöri.“