Skúli Magnús­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur var í þessu kjörinn af Alþingi sem Umboðsmaður Alþingis.

Und­ir­nefnd for­sæt­is­nefnd­ar, sem skipuð var Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­seta Alþing­is, Guðjóni S. Brjáns­syni, fyrsta vara­for­seta, og Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur, sjötta vara­for­seta, gekk frá skip­an ráðgjaf­ar­nefnd­ar, sem var und­ir­nefnd­ inn­an hand­ar við að gera til­lög­ur til for­sæt­is­nefnd­ar um hver skyldi val­inn.

For­sæt­is­nefnd bar síðan til­lög­una und­ir þingið sem greiddi at­kvæði um hana en Skúli var kosinn með 49 atkvæðum, fjórir þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Fjórir einstaklingar gáfu kost á sér í embætti umboðsmanns. Það voru Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og Skúli Magnússon dómstjóri. Áslaug tilkynnti 6. apríl síðastliðinn að hún hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis.

Skúli tekur við af Tryggva Gunnarssyni sem hefur gegnt embætti umboðsmanns síðan 1. nóvember 1998.