Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW Air, segist ekki vera tengdur söfnun á loforðum um hlutafé sem fram fer á síðunni hluthafi.com og Fréttablaðið hefur fjallað um í dag. Hann segist þó fylgjast með af áhuga.

Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um í dag stendur almenningi til boða að leggja til loforð um hlutafé til stofnunar á nýju flugfélagi eða endurreisn hins falla WOW Air.

Þetta er sjálfstætt framtak óháð mér, en ég fylgist með af áhuga,“ segir Skúli.

Fréttablaðið sendi forsprökkum framtaksins fyrirspurn þar sem m.a. var spurt hver það væri sem stæði fyrir því og hvort þau væru í einhverjum samskiptum við fyrrverandi stjórnendur WOW Air. Var fyrirspurninni ekki svarað og var vísað til þess að félagið væri enn óstofnað.

Í samtali við Fréttablaðið segist Skúli ekki vera tengdur þessari söfnun. „Þetta er sjálfstætt framtak óháð mér,“ svarar Skúli. „En ég fylgist með af áhuga.“

Fréttablaðið greindi jafnframt frá því að athafnamaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hafi lýst yfir áhuga á að koma að rekstri nýs flugfélags. Sendi hann póst á hópinn sem stendur fyrir söfnuninni með hugleiðingum um mögulega útfærslu. Áframsendi hann jafnframt póstinn á Fréttablaðið og aðra fjölmiðla.

Uppfært 20.02. Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að netafbrotadeild lögreglunnar muni taka heimasíðuna til skoðunar á morgun.