Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og stofnandi WOW Air, fundaði í vikunni með fulltrúum eigenda Keahótela. Var umræðuefni fundarins stofnun nýs flugfélags, en Skúli hefur greint frá því að hann vilji stofna flugfélag sem koma eigi í stað WOW Air. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.

Eins og alkunnugt var WOW Air tekið til gjaldþrotaskipta í lok mars. Strax á miðvikudeginum þann 3. apríl greindi Skúli Fréttablaðinu frá því að hann hygðist stofna nýtt flugfélag ásamt nokkrum fyrrverandi lykilstarfsmönnum WOW Air. Hefur hópurinn unnið að fjármögnun flugfélagsins að undanförnu.

Greint er frá því á RÚV að Skúli hafi fundað með fulltrúum eigenda Keahótelanna, en það eru ellefu hótel víðs vegar um landið. Er jafnframt greint frá því að Bandaríska fjárfestingarfélagið PT Capital eigi helming í eignarhaldsfélaginu K acquisition, sem á helmingshlut í hótelunum, ásamt því að eiga stærsta eignarhlutinn í símafyrirtækinu Nova.

Hugh Short, forstjóri PT Capital, deildi á dögunum færslu frá Valdimari Ármann, forstjóri Gamma, á samskiptamiðlinum LinkedIn ásamt hugleiðingum um af hverju íslensk stjórnvöld hafi ekki aðstoðað WOW Air við að forðast gjaldþroti.

Hugh Short, forstjóri fjárfestingafélagsins sem á eignarhaldsfélagið sem á helmingshlut í Keahótelunum deildi hugleiðingum sínum um fall WOW Air á LinkedIn.