Heilbrigðismál

Skýrslan enn í skúffu

Tillaga að krabbameinsáætlun til 2020, sem skilað var til heilbrigðisráðuneytisins í maí 2016, hefur ekki verið tekin í gagnið. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður hópsins sem vann áætlunina, segir sorglegt að ekkert hafi gerst í málinu.

Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson Fréttablaðið/Hanna

Á alþjóðadegi krabbameins, þann fjórða febrúar 2011, tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð íslenskrar krabbameinsáætlunar. Hún var kláruð fimm árum síðar eftir vinnu helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum.

Álþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf út árið 2002 leiðbeiningar um gerð krabbameinsáætlana sem miði að því að fækka nýgreiningum og draga úr dánartíðni vegna krabbameina og bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein með forvörnum og meðferð.

„Þetta er bara sorglegt að svona vinnu skuli daga uppi en því miður er þetta of algengt þegar lagt er af stað í svona mikla vinnu í litlu samfélagi sem er vanburða til að taka heildstæða áætlun og vinna úr,“ segir Ófeigur.

Í áætluninni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða, í samræmi við það sem hefur verið gert í Evrópu.

„Við Íslendingar erum ekki góðir í að innleiða áætlanir. Ég held að það sé margbúið að sanna þá staðreynd að það er ekki okkar styrkleiki,“ segir Ófeigur sem segir áætluninni hafa verið stungið ofan í skúffu. Krabbamein er að verða algengasta dánarorsök Íslendinga með hækkandi aldri og sá sjúkdómur sem hefur hvað mest áhrif á fjölskyldur. Um 1.500 manns greinast árlega með krabbamein og mun sú tala hækka upp í um tvö þúsund nýgreiningar árið 2033.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

Sífellt færri nota ljósabekki

Heilbrigðismál

Þvagleggir komnir á borð ráðherra

Heilbrigðismál

Yfirfullt og ekki öruggt á spítala

Auglýsing

Nýjast

Lög­reglan sinnt hátt í 60 verk­efnum í kvöld

Sátt um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins

Ís­lendingur í stór­bruna: „Ekki eitt stykki sem við náðum út“

Tekist á um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins í Katowice

Kalla eftir upp­lýsingum um í­grædd lækninga­tæki

Næstum búin að róa alla leið til Akureyrar

Auglýsing