Guð­brandur Einars­son, þing­maður Við­reisnar, greindist með Co­vid-19 í gær, líkt og for­maður flokksins, Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir.

Greint var frá því í gær að nokkrir þing­menn stjórnar­and­stöðunnar væru smituð auk einhverra starfsmanna flokkanna. Auk þeirra Guð­brands og Þor­gerðar hefur Odd­ný Harðar­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, greint frá því á sam­fé­lags­miðlum að vera smituð.

Þing­menn hafa allir verið boðaðir í hrað­próf á mánu­dag áður en þing hefst. Þau sem eru komin í ein­angrun eða sótt­kví kalla inn sína vara­þing­menn. Guð­brandur segir á Face­book að það sé skrítin til­hugsun að geta ekki verið með fjöl­skyldunni um jólin.

„Það gerðist síðast þegar ég var sex ára. Maður þarf að hugsa sig í gegnum það næstu daga. En gott að muna að það er enginn að fara neitt og þetta tekur enda. Vonandi veikist engin al­var­lega í hópnum og við komið tví­elfd til leiks á ný.“

Þor­gerður tók í sama streng í gær en hún er komin í ein­angrun austan fjalls.