Við­reisn og Nes­listi lögðu fram bókun á fundi bæjar­stjórnar Sel­tjarnar­nes­bæjar um árs­reikning bæjarins fyrir árið 2020. Þau segja að það hafi verið við­búið að tekjur myndu lækka vegna at­vinnu­leysis og að kostnaður myndi hækka en að fjár­hags­niður­staða ársins 2020 gefi ekki neitt til­efni til hróss.

„Hún kemur ekki á ó­vart, en er um­tals­vert verri en hún hefði getað orðið,“ segir í bókuninni og að fjár­mála­stjórn Sjálf­stæðis­flokksins í bænum hafi verið ó­á­byrg.

„Sorg­leg niður­staða árs­reikningsins fyrir 2020 er fylli­lega á á­byrgð meiri­hluta bæjar­stjórnar, sem neitar að horfast í augu við það að reksturinn er gamal­dags, lé­legur og keyrður á­fram á skringi­legri hug­mynd um að hægt sé að veita nú­tíma­lega og vandaða þjónustu á sama tíma og Sel­tjarnar­nes er ein­hvers konar skattapara­dís,“ segir í bókuninni.

Gagn­rýnt er að þrátt fyrir 4,4 prósent aukningu út­svars­tekna hafi A-hluti bæjarins verið rekinn með 344 milljóna króna halla á síðasta ári. Hallinn bætist sið „nánast stans­lausan tap­rekstur frá árinu 2015 og er nú svo komið að upp­safnaður halli A-hluta bæjar­sjóðs á þessu sex ára tíma­bili nemur ríf­lega milljarði króna.“

215 þúsund á hvern íbúa

Þau segja að upp­safnaður halli á hvern íbúa sé þá orðinn 215 þúsund krónur.

Minni­hlutinn segir að það geti ekki verið á­byrg fjár­mála­stjórn að lofa í­búum skattapara­dís á meðan rekstur bæjar­fé­lagsins er ó­sjálf­bær.

„Á sama tíma og nánast öll orka stjórn­enda bæjarins fer í að upp­fylla lof­orð bæjar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokksins um lágar á­lögur, hefur á­nægja íbúa með þjónustuna snar­minnkað – hefur farið úr 4,3 í 3,4 af 5 mögu­legum á sex árum. Á sömu árum og bærinn hefur nánast undan­tekningar­laust verið rekinn með tapi.

Ein­hver myndi segja að tími sé kominn til að ein­staklingar í meiri­hlutanum opni augun fyrir þeirri stað­reynd að þeirra stefna gengur ekki upp og getur valdið í­búum bæjarins meiri­háttar skaða,“ segir að lokum.