Innlent

Skrif­stofu­stjóri mót­mælir um­mælum Önnu

Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur um starfsanda á Alþingi.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttir, þingmanns Miðflokksins. Í viðtali um Klaustursupptökurnar á Bylgunni í gærmorgun sagðist Anna Kolbrún að á Alþingingi ríkti sérstakur „kúltúr“ og mátti skilja af orðum hennar að starfsmenn Alþingis væri hluti af þeirri menningu. 

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Helgi hefði sent starfsmönnum Alþingis tölvupóst vegna ummæla Kolbrúnar, en nokkur óánægja hefur ríkt meðal starfsmanna vegna þeirra. Í umræddri yfirlýsingu segist Helgi, sem skrifstofustjóri Alþinis og fyrirsvarsmaður starfsmanna þess, vilja mótmæla þessum ummælum og að starfsmenn Alþingis séu á einn eða annan hátt dregnir inn í þá umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum um samtöl nokkurra þingmanna um samþingsmenn sína og fleiri á veitingahúsi í nágrenni þingsins. 

Sjá einnig: Fengu póst vegna „ó­mak­legra“ um­mæla um starfs­anda á þingi

„Þegar starfsmenn hefja störf á Alþingi er brýnt fyrir þeim að sýna háttvísi í hvívetna og koma fram gagnvart þingmönnum og öðrum starfsmönnum af virðingu og nærgætni í orðum og allri framkomu. Á þetta er jafnframt minnt á starfsmannafundum skrifstofunnar,“ segir Helgi. „Ég man ekki til þess að undan starfsmönnum hafi verið kvartað að þessu leyti. Starfsmenn skrifstofu Alþingis leggja metnað sinn í að sinna störfum sínum af einlægni og fagmennsku.

Sjá einnig: Segjast skilja gagnrýni en ætlar ekki að segja af sér

Ég harmar þessi ummæli þingmannsins, því að þau eiga ekki við rök að styðjast, og vona að þau séu mælt í ógætni, enda fylgdu með þakklætis- og hrósyrði um starfsmennina sem þakka ber.“

Yfirlýsing Helga Bernódussonar í heild sinni

Í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun sagði Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður að á Alþingi væri mjög sérstakur kúltúr og mátti skilja af orðum hennar að starfsmenn Alþingis væru hluti af honum. Sem skrifstofustjóri Alþingis, og fyrirsvarsmaður starfsmanna þess, vil ég mótmæla þessum ummælum og að starfsmenn Alþingis séu á einn eða annan hátt dregnir inn í þá umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum um samtöl nokkurra þingmanna um samþingsmenn sína og fleiri á veitingahúsi í nágrenni þingsins.

Þegar starfsmenn hefja störf á Alþingi er brýnt fyrir þeim að sýna háttvísi í hvívetna og koma fram gagnvart þingmönnum og öðrum starfsmönnum af virðingu og nærgætni í orðum og allri framkomu. Á þetta er jafnframt minnt á starfsmannafundum skrifstofunnar. Ég man ekki til þess að undan starfsmönnum hafi verið kvartað að þessu leyti. Starfsmenn skrifstofu Alþingis leggja metnað sinn í að sinna störfum sínum af einlægni og fagmennsku.

Ég harmar þessi ummæli þingmannsins, því að þau eiga ekki við rök að styðjast, og vona að þau séu mælt í ógætni, enda fylgdu með þakklætis- og hrósyrði um starfsmennina sem þakka ber. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heiðraði minningu ömmu sinnar í Vancou­ver á hjartnæman hátt

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Auglýsing

Nýjast

Angela Merkel gagn­rýnir ein­angrunar­hyggju Banda­ríkjanna

Fara fram á þungan dóm yfir fyrr­verandi kosninga­stjóra Trump

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­staðnum

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing