Nú eru til skoðunar hjá lög­­­reglunni á höfuð­­­borgar­­­svæðinu á­bendingar um skrif lög­­­reglu­­­manns á sam­­­fé­lags­­­miðlum. Þetta hefur RÚV eftir Margréti Kristínu Páls­dóttur, yfir­­­­lög­­­­fræðingi hjá lög­­­­reglunni á höfuð­­­­borgar­­­­svæðinu.

Skjá­­­skotum af skrifunum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undan­farna daga. Þar tjáir lög­­­reglu­­­maður sig um kyn­­­ferðis­brota­­­mál og á­sakanir á hendur Ingólfi Þórarins­­­syni, Ingó veður­guð.

Margrét Kristín Páls­dóttir, yfir­­­­­lög­­­­­fræðingur hjá lög­­­­­reglunni á höfuð­­­­­borgar­­­­­svæðinu.
Fréttablaðið/Anton Brink

Em­bættinu hafi að hennar sögn borist á­bendingar sem teknar verða til skoðunar, líkt og gert er þegar slíkt berst vegna hegðunar lög­­­reglu­manna. Hún geti þó ekki tjáð sig um ein­­­stök mál.

Líkt og fjallað hefur verið um á Hring­braut hefur Aníta Rut Harðar­dóttir, varð­stjóri hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, tjáð sig um mál Ingólfs á sam­fé­lags­miðlum en ekki liggur fyrir hvort á­bendingarnar sem lög­reglu hafa borist séu vegna skrifa hennar. Þar hefur hún sagt að ekki eigi að trúa þol­endum skil­yrðis­laust.

„Ég vil koma því á fram­færi að mér finnst að eigi aldrei að þurfa skil­yrðis­laust að trúa þeim sem stíga fram og kalla sig þol­endur. Ég stend alveg föst á því“, skrifaði Aníta Rut meðal annars á Face­book. Hafa um­mæli hennar vakið hörð við­brögð á sam­fé­lags­miðlum.

Lög­reglu­mönnum ber að gæta orða sinna

Í 15. grein siða­reglna lög­reglu segir: „Starfs­menn lög­reglu skulu gæta þess að að­hafast ekkert það í starfi sínu eða utan þess, sem er al­mennt fallið til þess, að draga ó­hlut­drægni þeirra í efa við fram­kvæmd starfa lög­reglu.“

„Þá segir í reglunum að starfs­­­menn lög­­­reglu skuli gæta orða sinna í hví­vetna til dæmi við skoðana­­­skipti á veraldar­vefnum, s.s. upp­­­­­færslur á sam­­­fé­lags­­­miðlum og at­huga­­­semdir undir fréttir á frétta­­­miðlum“, segir Margrét enn fremur við RÚV.