HM í Rússlandi hefst í dag klukkan þrjú með opnunarleik Rússlands og Sádi-Arabíu. Með Fréttablaðinu í dag fylgir veglegt HM-blað þar sem spáð er í spilin og farið yfir það sem koma skal.

Á meðal þess sem þar er að finna er úrslitablað þar sem lesendur geta skráð niður úrslit leikja eftir því sem mótinu vindur fram. Tilvalið er að prenta blaðið út eða nota það beint úr Fréttablaðinu sjálfu.

Hér er eyðublaðið.