Innlent

Skráningum í Ísland Palestínu rignir inn

Skráningum rignir nú inn í flagið Ísland Palestína. Fyrsta skráning barst einungis mínútu eftir sigur Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Stór hópur er nú mættur á Austurvöll til þess að sýna samstöðu með Palestínumönnum og framferði ísraelska hersins á Gaza-svæðinu. Fréttablaðið/Ernir

Félaginu Ísland Palestína hefur borist metfjöldi nýskráninga frá því Ísrael sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn síðasta. Félagið segir stuðninginn ómetanlegan. 

„Það bara rignir til okkar skráningum,“ segir Yousef Ingi Tamini, stjórnarmeðlimur í félaginu. „Maður er bara í fullri vinnu að svara þessu fólki.“ 

Hátt í 80 manns hafa skráð sig í félagið frá því á laugardaginn síðasta, en að sögn Yousefs kom fyrsta skráningin einungis nokkrum mínútum eftir að Netta Barzilai vann keppnina með laginu Toy. Skráningarnar sýna, að sögn hans, stuðning Íslendinga við málstað Palestínumanna og að fólk sé komið með nóg af ítrekuðum mannréttindabrotum af hálfu ísraelska ríkisins. 

Hvetja til sniðgögnu á Eurovision

Hátt í 10 þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista, sem stofnaður var í gær, til þess að hvetja RÚV til þess að sniðganga keppnina á næsta ári. Þá hafa nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hvatt RÚV til þess sama.

Í dag eru 70 ár liðin frá því hundruð þúsundir Palestínumanna hröktust á brott frá heimkynnum sínum í Palestínu við stofnun ísraelska ríkisins. Stór hópur þessa einstaklinga er enn ríkisfangslaus eða hýrast í flóttamannabúðum. Dagurinn í dag er því kallaður Nakba-dagurinn, en orðið nakba gæti útlagst sem hörmungar, eða hamfarir á íslensku. Palestínumenn á Gasa-svæðinu hafa mótmælt svo vikum skiptið og hafa að minnsta kosti 109 verið drepnir af ísraelska hernum í mótmælunum.

Mótmælt í Reykjavík og á Ísafirði

Að sögn Yousefs eru rúmlega 150 manns mættir á Austurvöll til þess að sýna samstöðu og samhugur gífurlegur. Þá var annar samstöðufundur haldinn á Ísafirði síðdegis í dag. 

Sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael hefur verið flutt til Jerúsalem og hófust hátíðarhöld tengd opnuninni á sunnudaginn síðasta. Þessi ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýnd harðlega af alþjóðasamfélaginu. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til borgarinnar helgu og hefur ríkt nokkur sátt í alþjóðasamfélaginu að borgin tilheyri báðum aðilum. Ákvörðun Trump olli því töluverðu fjaðrafoki en hann hefur staðið fast við ákvörðun sína. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samstöðufundur á Austurvelli klukkan fimm

Palestína

Blóðugasti dagurinn á Gasa frá stríðinu 2014

Erlent

Skutu palestínskan bónda á Gasa

Auglýsing

Nýjast

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Auglýsing