Byssan sem varð kvikmyndatökumanninum Halyna Hutchins að bana var eftirlitslaus í um tvær klukkustundir áður en Alec Baldwin skaut úr henni samkvæmt nýrri skýrslu.

Lögfræðingar kvikmyndarinnar sögðu byssuna ekki hafa verið hlaðna þegar Baldwin var afhent byssan í viðtali við New York Times.

Byssan var ein af þremur skotvopnum sem lágu á bakka og í umsjón vopnastjóra myndarinnar, Hönnuh Gutierrez-Reed sem átti að hafa kannað vopnin, og aftur af aðstoðarleikstjóranum Dave Halls, sem var sá sem afhenti Baldwin vopnið, segir Jason Bowles, lögmaður Gutiereez-Reed.

New York Times eftir ónefndum framleiðanda Rust að ekki hafi verið farið eftir tilsettum reglum og að bæði Halls og Gutierrez-Reed hefðu rétt leikurunum vopnin.

Samkvæmt Robert Gorence öðrum lögfræðingi vopnastjórans voru settir sokkar yfir vopnin á meðan leikarar og aðrir fóru í hádegismat til þess að koma í veg fyrir að einhver myndi eiga við þau.

Frásögnin stangast á við yfirlýsingu lögreglustjórans í Santa Fe sem sagði Gutierrez-Reed hafi sett byssuna í læst öryggishólf þetta umrædda hádegi.

„Einhver hefur komið fyrir alvöru byssukúlum í vopnið með einbeittum brotavilja, þær líkta mjög svipað út og þær sem eru skaðlausar,“ sagði Bowels í viðtalli við Good Morning America.