Skattaívilnanir vegna kaupa á rafbílum í Noregi verða afnumdar á dýrari gerðunum, samkvæmt nýrri áætlun stjórnvalda. Bílar sem kosta yfir 500 þúsund norskar krónur, jafnvirði 6,8 milljóna íslenskra króna, munu þá bera virðisaukaskatt.

Rafbílar, sem eru dýrari en áðurnefndar 6,8 milljónir króna, munu þó aðeins verða skattlagðar fyrir þann hluta verðsins sem er umfram viðmiðunarmarkið. Bíll sem í dag kostar tæpar 8,2 milljónir mun eftir breytinguna kosta 8,5 milljónir.

Samtök rafbílaeigenda í Noregi segja áform stjórnvalda vonlaus og alveg án framtíðarsýnar.

„Þau munu bregða fæti fyrir best heppnuðu loftslagsaðgerð Noregs sem gert hefur landið að rafbílalandi númer eitt í heiminum,“ segir Christina Bu, formaður samtakanna við VG.