Mehran Sammak, 27 ára Írani, var skotinn til bana af öryggissveitum í Íran eftir að hann fagnaði sigri Bandaríkjanna í leik þeirra við Íran í gærkvöldi. Sammak flautaði bílnum sínum í gleði úti á götum Anzali, í norðurhluta Íran.
Þýskur lögmaður, Niema Movassat, tísti mynd af Sammak þar sem hún greindi frá dauða hans.
„Mehran Sammak var einungis 27 ára gamall. Öryggissveitir yfirvalda skutu hann í hausinn í Anzali í norður Íran.
„Ástæða dauða hans: Hann flautaði bílnum sínum af gleði þegar Íran datt út af heimsmeistaramótinu.“
Mehran Sammak wurde nur 27 Jahre alt. Milizen des Regimes haben ihn im nordiranischen Anzali mit einem Kopfschuss ermordet.
— Niema Movassat (@NiemaMovassat) November 30, 2022
Grund für seine Ermordung: er hat mit seinem Auto gehupt, aus Freude über das Ausscheiden der iranischen Mannschaft bei der #WM. #mehran_sammak pic.twitter.com/EhtAh5AZf2
Klukkustundum áður en Sammak lést hafði hann birt færslu á Instagram, þar sem hann hvatti alla til að standa saman, sama hverjar niðurstöðurnar úr leik Íran og Bandaríkjanna yrðu.
Mikil mótmæli hafa verið víða um Íran í haust. Fjölskyldum leikmanna íranska landsliðsins var hótað eftir að þeir neituðu að syngja með þjóðsöngnum fyrir fyrsta leikinn þeirra. Með því að syngja ekki, sýndu þeir mótmælendum stuðning.
Leikmenn sem syngja ekki með þjóðsöngnum fyrir leik þurfa að hitta meðlimi öryggissveita sem ferðuðust til Katar með liðinu.