Mehran Sammak, 27 ára Írani, var skotinn til bana af öryggis­sveitum í Íran eftir að hann fagnaði sigri Banda­ríkjanna í leik þeirra við Íran í gær­kvöldi. Sammak flautaði bílnum sínum í gleði úti á götum Anzali, í norður­hluta Íran.

Þýskur lög­maður, Niema Movassat, tísti mynd af Sammak þar sem hún greindi frá dauða hans.

„Mehran Sammak var einungis 27 ára gamall. Öryggis­sveitir yfir­valda skutu hann í hausinn í Anzali í norður Íran.

„Á­stæða dauða hans: Hann flautaði bílnum sínum af gleði þegar Íran datt út af heims­meistara­mótinu.“

Klukku­stundum áður en Sammak lést hafði hann birt færslu á Insta­gram, þar sem hann hvatti alla til að standa saman, sama hverjar niður­stöðurnar úr leik Íran og Banda­ríkjanna yrðu.

Mikil mót­mæli hafa verið víða um Íran í haust. Fjöl­skyldum leik­manna íranska lands­liðsins var hótað eftir að þeir neituðu að syngja með þjóð­söngnum fyrir fyrsta leikinn þeirra. Með því að syngja ekki, sýndu þeir mót­mælendum stuðning.

Leik­menn sem syngja ekki með þjóð­söngnum fyrir leik þurfa að hitta með­limi öryggis­sveita sem ferðuðust til Katar með liðinu.