Ríkisstjórn Taívans hefur virkjað loftvarnakerfi sitt vegna fjölda kínverskra herflugvéla sem flugu yfir landamærin í Taívansundi í gær. Kínverski herinn hefur staðið í umsvifamiklum hernaðar­æfingum á hafi og í lofti í kringum Taívan á síðustu dögum og varpað skotflaugum í kringum eyjuna.

Kínverjar eru æfir vegna heimsóknar bandaríska þingforsetans Nancy Pelosi til Taívans á þriðjudag. Stjórn Kína lítur á Taívan sem hluta kínverska alþýðulýðveldisins.