Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu er nú með til rann­sóknar tvö til­vik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur í­búðum í fjöl­býlis­húsum í Kóra­hverfinu í Kópa­vogi að nætur­lagi fyrr í vikunni. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Á öðrum staðnum fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borð­stofu­borði. Hús­ráð­endum var eðli­lega mjög brugðið vegna þessa, en talið er að loft­byssa hafi verið notuð við verknaðinn.

Þau sem kunna að búa yfir upp­lýsingum sem geta varpað ljósi á málið eru vin­sam­legast beðin um að hafa sam­band við lög­reglu­stöðina á Dal­vegi 18 í Kópa­vogi í síma 444 1000.