Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu og Reykja­víkur­borg munu koma upp sér­stökum skot­pöllum og af­mörkuðum svæðum fyrir þá sem vilja sprengja burt gamla árið á Klambra­túni, Skóla­vörðu­holti og Landa­kots­túni. Í til­kynningu á Face­book- síðu Lög­reglunnar segir að „á þessum stöðum hefur safnast mikill mann­fjöldi ár hvert og með þessu er verið að draga úr hættu á slysum af völdum skot­elda.“

Skot­svæðin og pallarnir verða af­markaðir með keilum og borðum, en á­samt þeim mun sér­stakt gæslu­fólk sjá um að halda skot­glöðum ein­stak­lingum réttu megin við línuna þegar þeir skjóta upp og með því reyna að koma í veg fyrir að fólk fagni ára­mótunum á Bráða­mót­tökunni.

Sam­kvæmt ó­form­legum upp­lýsingum frá Bráða­mót­töku Land­spítalans eru engin skráð flug­elda­slys hjá þeim enn sem komið er. Fjöldi slysanna sé mjög breyti­legur ár frá ári en ára­mótin séu hins vegar ekki búin enn og því gætu komið upp ein­hver til­vik næstu daga.

Gæslu­fólkið á svæðinu mun þó ekki ein­göngu sjá um að halda skot­glöðu fólki á sínum stað heldur munu þeir einnig safna saman flug­elda­leifum og koma þeim á rétta staði.
Lög­reglan bendir einnig á það að bíla­um­ferð verður lokuð á Skóla­vörðu­holti á milli tíu og eitt í kvöld, eins og hefur verið undan­farin ár.