Hörð átök brutust út í mexí­kósku borginni Culi­acán í gær þegar grímu­klæddir menn, úr Sin­loa eitur­lyfja­genginu, réðust til at­lögu gegn öryggis­sveitum borgarinnar. Til­drög á­rásarinnar var hand­taka sonar Joaqu­ín „El Chapo“ Guzmán sem er fyrr­verandi leið­togi Sin­oa glæpa­hreyfingarinnar og einn al­ræmdasti eitur­lyfja­baróns heims.

Römbuðu á eftir­lýstan glæpa­mann

Öryggis­sveitirnar voru að sinna reglu­bundnu eftir­liti þegar O­vidio Guzmán varð á vegi þeirra. Guzmán er einn fjögurra barna úr öðru hjóna­bandi El Chapo en talið er að hann hafi sinnt lykil­hlut­verki í Sin­loa genginu eftir að faðir hans var dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi í New York, síðast­liðinn júlí.

Sam­kvæmt mexí­kóskum fjöl­miðlum er hinn rúm­lega tví­tugi O­vidio eftir­lýstur í Banda­ríkjunum vegna fjölda eitur­lyfja­tengdra mála, meðal annars vegna fíkni­efna­smygls.

Vopnaðar sveitir voru séðar á mörgum stöðum í borginni Culiacan.
Fréttablaðið/AFP

Neyddust til að hörfa

O­vidio var hand­tekinn um leið og öryggis­veitir gerðu sér grein fyrir um hvern væri að ræða. Í kjöl­far hand­tökunnar braust skot­bar­dagi út í húsinu sem O­vidio var haldið, en gengis­með­limir hugðust sam­stundis frelsa þennan mikil­væga með­lim sinn. Öryggis­sveitirnar neyddust fljót­lega til að hörfa til að tryggja eigin öryggi.

Á­tökin breiddust hratt um borgina þar sem með­limir glæpa­gengisins hófu á­rásir víðs vegar um borgina. Kveikt var í bílum og var vega­tálmum víða komið fyrir bæði af hernum og genginu. Brennandi trukkar lokuðu eina af aðal­götum borgarinnar af.

Ringul­reið og órói í borginni

Bar­daginn stóð yfir í nokkrar klukku­stundir og voru mynd­bönd af á­tökunum sýnd í sjón­varpinu í Mexíkó. Í mynd­bandinu sjást vel vopnaðir menn hefja skot­hríð að lög­regluna og keyra um borgina með hríð­skota­byssur á lofti.

Til að tryggja öryggi borgar­búa var O­vidio sleppt úr haldi. Yfir­völd vinna nú að því að koma reglu á svæðið og eru borgar­búar beðnir um að halda ró sinni. Ein­hverjir slösuðust í á­tökunum en enn hefur ekki fengist stað­fest hvort ein­hver hafi látist en í mynd­böndum má sjá líkama liggja hreyfingar­lausa á götum úti.

Eplið fellur ekki langt frá eikinni

Faðir O­vidio, El Chapo, eða sá stutti á ís­lensku, var einnig þekktur fyrir að raska ró al­mennings en hann var lengi einn eftir­lýstasti glæpa­maður heims. Undir stjórn El Chapo urðu Sin­loa glæpa­sam­tökin þau stærstu í fíkni­efna­heiminum. Auður El Chapo er mikill. Hann hefur mundað gyllta hríð­skotariffla og skamm­byssur skreyttar demöntum. Undan­farin þrjú ár hefur hann hins vegar verið læstur inni í fangelsi en hann var dæmdur lífs­tíðar­fangelsi og gert að greiða um 12,6 milljarða Banda­ríkja­dala í sektar­gjald fyrir glæpi sína síðast­liðinn júlí.