Grunnskólinn, Robb Elementary í Uvalde, Texas þar sem 19 börn og 2 kennarar voru drepnir verður rifinn.

„Þú getur ekki beðið börn eða kennara sem upplifðu þetta að koma þarna aftur“ sagði Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde.

En það var 24. maí síðastliðinn sem byssumaður gekk inn í skólann og framdi skotárás sem skildi eftir sig 21 fórnarlamb.

Lögreglu yfirvöld í Uvalde hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín sem líklegast kostuðu fleiri mannslíf en þurft hefði þar sem þeir biðu meira en klukkutíma áður en þeir réðust inn.

En einnig hafa þau sætt gagnrýni fyrir að reyna að hefta för foreldra sem vildu fara inn í bygginguna til þess að bjarga börnum sínum.

Lögreglan hefur varist því að veita meiri upplýsingar um málið en ný gögn sýna að mögulegt hefði verið að stöðva árásina einungis 3 mínútum eftir að hún hófst.

Þetta minnir um margt á þá ákvörðun að Sandy Hook grunnskólinn þar sem 26 manns fórust í skotárás árið 2012 var einnig rifinn.