Anna Barbara Andra­dóttir, sak­sóknari hjá héraðsak­sóknara­em­bættinu, hefur fengið skot­á­rásar­málið svo­kallaða inn á sitt borð.

„Núna þarf að fara í gegn­um öll gögn­in og meta það hlut­rænt hvort að til­­efni sé til að gefa út á­kæru, rann­saka málið frek­ar eða fella það niður,“ seg­ir Anna í sam­tali viðmbl.is.

Hún gerir ráð fyrir því að á­kvörðun um hvort á­kæra verði gefin út liggi fyrir innan fárra daga.

Skotið var á skrif­stofu Sam­fylkingarinnar og að bíl Dags B. Eggerts­sonar, borgar­stjóra Reykja­víkur með stuttu milli­bili í byrjun árs.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá var fyrr­verandi lög­reglu­maður hand­tekinn vegna málsins og hefur hann réttar­stöðu sak­bornings fyrir að hafa skotið úr byssu á bíl borgar­stjóra. Maðurinn hefur neitað sök í málinu.

Anna stað­festir í sam­tali við mbl að rann­sóknin snúist einungis að einum manni.