Nokkrir eru látnir og fjöldi særðir eftir skot­á­rás í verslunar­mið­­stöðinni Field´s við Amager í Dan­­mörku.

Þetta stað­­festi danska lög­reglan á blaða­manna­fundi nú rétt í þessu.

Tuttugu og tveggja ára danskur karl­­maður hefur verið hand­­tekinn í tengslum við á­­rásina.

Að svo stöddu hefur lög­regla ekki upp­­­lýsingar hvort á­rásar­­maðurinn hafi verið einn að verki. Þá hefur lög­regla ekki úti­­lokað að um hryðju­­verk sé að ræða.

Til­kynnt var um skot­á­rás um hálfsex að staðartíma í verslunar­mið­stöðinni Field´s á Amager í Øresta­den í Dan­mörku. Þetta kemur fram á danska frétta­miðlinum TV2.

Sjónar­vottar segja að fólk hafi hrópað á hvort annað að um skot­á­rás væri að ræða og hefur lög­reglan í Kaup­manna­höfn stað­fest þetta á sam­skipta­miðlinum Twitter.

Stór­tæk lög­reglu­að­gerð stendur nú yfir á svæðinu sem hefur verið af­girt í allar áttir. Auk þess eru þung­vopnaðir lög­reglu­menn búnir að um­kringja verslunar­mið­stöðina og þyrla flýgur yfir svæðinu. Þá eru sjúkra­bílar einnig komnir á staðinn.

„Við erum að taka stöðuna,“ segir Lars Karl­sen, að­stoðar­lög­reglu­stjóri lög­reglunnar í Kaup­manna­höfn, sem vildi ekkert tjá sig meira um málið.

Heyrði hvell og hljóp út

„Ég og vinur minn stóðum á efstu hæðinni við veitinga­stað þegar við sjáum fjölda fólks skyndi­lega hlaupa í áttina að út­ganginum. Þá heyrðum við hvell og hlupum út,“ segir Thea Schmidt í sam­tali við TV2.

Þegar hún var alveg að koma að út­ganginum heyrði hún tvö skot­hljóð til við­bótar, og segir hún að allir nær­staddir hafi forðað sér út eins hratt og þeir gátu.

Að sögn lög­reglunnar í Kaup­manna­höfn hefur einn verið hand­tekinn í tengslum við á­rásina.

Þá hafa þrír verið fluttir á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn til að­hlynningar. Þetta stað­festir for­svars­maður spítalans í sam­tali við danska ríkis­sjón­varpið DR, en vill ekki veita frekari upp­lýsingar um hvernig fólkinu reiðir af.

Lög­reglan í Kaup­manna­höfn hefur boðað til blaða­manna­fundar klukkan 20:45 að staðar­tíma, eða klukkan 18:45 að ís­lenskum tíma.

Fréttin verður upp­færð.

Samkvæmt nýjustu fréttum er einn slasaður eftir árásina, en hann er nú kominn undir læknishendur. Enn er óljóst hversu særður maðurinn er.
Mynd/Presse-fotos