Skotárás var gerð á höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á Háaleitisbraut 1 í Reykjavík fyrir skömmu og virðist sem svo að skotið hafi verið á rúður á húsnæðinu. Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir árásina ekki hafa verið gerða í nótt en vildi ekki gefa upp hvenær hún átti sér stað. Öryggigæsla við Valhöll hafi verið efld eftir árásina.
Í gærkvöldi eða nótt var skotið á rúður skrifstofu Samfylkingarinnar í Sóltúni 26 í Reykjavík og fer tæknideild lögreglunnar nú með rannsókn málsins að sögn Hrafns Hilmars Guðmundssonar, aðalvarðstjóri hjá lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hann vildi ekki tjá sig um málið í Valhöll er Fréttablaðið ræddi við hann og sagði að tilkynningar væri að vænta síðar í dag


Uppfært kl. 13:05
Samkvæmt Björgu Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra Vinstri grænna, og Helga Hauki Haukssyni, framkvæmdastjóra Framsóknar, hafa engin skemmdaverk verið unnin á húsnæði flokkanna.
Uppfært kl. 13:15
Í upphaflegu fréttinu kom fram að skotið hefði verið á húsnæði Sjálfstæðisflokksins í nótt og hún uppfærð með svari Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins en samkvæmt honum var ekki skotið á húsið nótt heldur var skotárásin gerð fyrir nokkru síðan.