Karen Kjartans­dóttir fram­kvæmda­stjóri Sam­fylkingarinnar segir að­komuna að skrif­stofu Sam­fylkingarinnar í morgun hafa verið ó­skemmti­lega en svo virðist sem ó­prúttnir aðilar hafi skotið á rúður á hús­næði flokksins á jarð­hæði í Sól­túni 26 í gær­kvöldi eða nótt. Karen segir skemmdar­verk sem þessi ekki hafa verið framin á hús­næði flokksins áður.

Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Mynd/Aðsend

RÚV greindi fyrst frá því í morgun að tækni­deild lög­reglunnar rann­sakaði nú göt, sem virðast vera eftir byssu­kúlur, í gluggum í hús­næði flokksins í Sól­túni 26 í Reykja­vík. Rafn Hilmar Guð­munds­son, aðal­varð­stjóri hjá lög­regluna á höfuð­borgar­svæðinu, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið.

Fréttablaðið/Anton Brink

Lög­regla fer nú með rann­sókn málsins og get ég ekki tjáð mig frekar um það,“ segir Karen í sam­tali við Frétta­blaðið. Þetta kom bara í ljós í morgun þegar við mættum og þetta er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug. Það var gler­fall yfir gólfinu og við byrjuð að sópa það upp. Svo kom í ljós frekari skot­sár við frekari at­hugun og þegar að­eins tók að birta,“ segir Karen.

Fréttablaðið/Anton Brink

Starfs­fólk flokksins varð vart við skemmdirnar er það mætti til vinnu en fundar­höld voru á skrif­stofunni til um klukkan átta í gær­kvöldi og húsið því mann­laust í rúma tólf tíma er skemmdirnar komu í ljós. Starf­semi skrif­stofunnar fer nú í öðru hús­næði.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink