Erlent

Matarskortur blasir við íbúum í Kerala-fylki

Skortur á mat, lyfjum og drykkjarvatni blasir við íbúum Kerala-fylkis. Sex hundruð þúsund manns hafa flúið í neyðar­skýli.

Flóð eru algeng í Kerala-fylki en ástandið í ár er sérstaklega slæmt og flóðin hafa valdið gífurlegri eyðileggingu. Fréttablaðið/EPA

Vatnsyfirborðið hefur lækkað í Kerala-fylki á Indlandi og talið er að dragi úr rigningu á næstu dögum. Rúmlega 370 manns hafa farist og um sex hundruð þúsund manns hafa hrakist að heiman og leitað skjóls í neyðarskýlum í verstu flóðum Kerala í manna minnum.

Vonast er til að björgunarmenn geti komið fleirum til bjargar og komið vistum til fólks sem ekki hefur náðst til ef rigningin gengur niður næstu daga. Greint er frá á Guardian.

Fjögur þúsund neyðarbúðum hefur verið komið upp en skortur á mat, lyfjum og drykkjarvatni blasir við þúsundum íbúa. Yfirvöld reyna nú hvað þau geta til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómar breiðist út í neyðarbúðunum. 

Sjá einnig: Verstu flóð í sögu Kerala: 220 þúsund heimilis­laus

Flóð eru algeng í Kerala-fylki en ástandið í ár er sérstaklega slæmt og flóðin hafa valdið gífurlegri eyðileggingu. Í síðustu viku mældist úrkoman 250% meiri en venjulega. Gera þarf við að minnsta kosti 83 þúsund kílómetra af vegum, tuttugu þúsund heimili hafa sópast burt og fjörutíu þúsund hektarar af ökrum hafa horfið undir vatnið með þeim afleiðingum að uppskeran er ónýt. 

Íbúar nokkurra borga hafa snúið aftur til síns heima en heimili þeirra hafa felst orðið fyrir miklum skemmdum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Verstu flóð á Indlandi í heila öld: 164 látnir

Erlent

Facebook sagt rúið öllu trausti

Erlent

Hjá­kona morðingjans: „Hann laug öllu“

Auglýsing

Nýjast

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Einn látið lífið og fleiri slasast á mót­mælum „gulu vestanna“

Unnið að því að koma farþegum frá borði

Rannsókn á eldsupptökum í biðstöðu

Auglýsing