Þrátt fyrir að fólk fái sjaldan vatn í munninn þegar það heyrir minnst á engisprettur og orma í dag gæti það breyst á næstu árum. Ný skýrsla greinir frá því að markaður fyrir skordýra prótein verði metin á 8 milljarða bandaríkja dala eða yfir þúsund milljarða íslenskra króna fyrir árið 2030.

Skordýraát er sjálfbærara

Í skýrslunni kemur fram að sölur hafi aukist um 25% á hverju ári. Það er meðal annars vegna aukins áhuga á sjálfbærni og á prótein dufti sem inniheldur skordýr.

Matreiðslumeistarar heimsins hafa einnig prófað sig áfram með nýjar uppskriftir og nýstárlegar útfærslur á skordýrum. Pöddur eru taldar vera lostæti á mörgum stöðum heimsins og þær fágætustu eru seldar dýrum dómum.

Einn ágóði skordýraáts eru umhverfisáhrif þeirra en ræktun skordýra krefst lítils lands og vatns og loftslags mengun er langt undir framleiðslu á annarskonar próteini.

Berjast við skordýra fordóma

Við sjáum möguleika á því að skordýr geti dregið úr umhverfisálagi sem stafar af matvælakerfi okkar“ segir Emily Morrison einn af höfunum skýrslunnar. Hún telur að skordýr séu raunhæfur kostur fyrir þá neytendur sem vilja gera mataræði sitt sjálfbærara.

Morrison segir ýmsar hindranir standa í vegi fyrir vegferð skordýra á matarmarkaðnum, sem dæmi tekur hún reglugerðir, verð og menningarlega viðurkenningu.

Þrátt fyrir hindranir sýna spár skýrslunnar að árið 2030 muni vera framleidd yfir 730 þúsund tonn af skordýra próteini árlega, sem er töluverð aukning frá þeim 50 þúsund tonnum sem framleidd eru í ár. 

Skordýramarkaðurinn færir út kvíarnar á næstu árum en hann hefur þegar skapað sé sess í fínustu veitingahúsum Evrópu.
Fréttablaðið/Getty