Dr. Hrafn Óli Sigurðs­­son skorar hann á ís­­lensk heil­brigðis­yfir­­völd að losa um höft á á­vísun Buprenorp­hine(Suboxone) og byrja strax á með­­ferð á slysa­­deild og með eftir­­­fylgni á heilsu­­gæslunni innan nokkurra daga. Þetta segir hann í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í dag.

Dr. Hrafn skrifaði greinina í kjöl­far við­tals við Sig­fús Már Dag­bjartar­­son í helgar­blaði Frétta­blaðsins. Þar lýsti Sig­fús reynslu sinni af ópíóða­fíkn og frá­hvarfs­lyfinu Subaxone, sem hann kaupir á svarta markaðnum dýrum dómum.

Dr. Hrafn Óli Sigurðs­son er sér­fræðingur í geð­hjúkrun á CATCH New York City Health + Hospitals Lincoln. Í að­sendri grein segir hann að hér sé ó­fremdar­á­stand og engin á­stæða til að hafa stefnu sem tak­markar að­gang að með­ferð á þennan hátt.

Hann segir Buprenorp­hine/Nal­oxone (Suboxone) sé nú viður­kennt sem fyrsta við­halds­lyfja­með­ferð við ópíóða­fíkn.

„Þetta lyf er öruggt í notkun og fyrri tak­mörkunum við á­vísun þess í Banda­ríkjunum hefur nú verið af­létt innan á­kveðinna marka til að auka að­gengi að með­ferð. Vonin er sú að með snöggum við­brögðum muni nást að spyrna við þessum far­aldri ó­tíma­bærra dauðs­falla af völdum ópíóða,“ segir hann í greininni.

Þá segir hann að auð­vitað eru sumir sem þurfa á inn­lögn að halda en margir geta hafið með­ferð á göngu­deild.

„Það er ekki á­sættan­legt að fólk, not­endurnir sjálfir og að­stand­endur þeirra, kveljist án nokkurra úr­ræða meðan það bíður vikum eða mánuðum saman eftir inn­lögn á Vog þegar árangurs­rík með­ferðar­úr­ræði á göngu­deild eru til,“ segir hann.

Greinina í heild má lesa hér.