For­maður Blaða­manna­fé­lags Ís­lands skorar á Land­spítalann að taka til baka fyrir­mæli sam­skipta­full­trúa til stjórn­enda spítalans að hafa ekki í sam­skiptum við fjöl­miðla.

Stefán Hrafn Haga­lín, deildar­stjóri sam­skipta­deildar spítalans, sendi í gærkvöldi skila­boð á stjórn­endur Land­­spítalans um að beina öllum fyrir­­­spurnum frá fjöl­­miðlum til sam­­skipta­­sviðs. Í tölvu­póstinum kallar hann meðal annars fjöl­miðla­fólk ,,skratta­kolla".

Sig­ríður Dögg Auðuns­dóttir, for­maður BÍ, segir þessi fyrir­mæli vera al­gjör­lega ó­líðandi og svipi til til­burða til þöggunar. ,,Þau munu einungis hafa þau á­hrif að hindra streymi mikil­vægra og nauð­syn­legra upp­lýsinga milli heil­brigðis­starfs­fólks og fjöl­miðla," segir hún.

Hún segir það engan vegin standast skoðun að það muni auka upp­lýsinga­flæði til fjöl­miðla að beina öllum sam­skiptum í gegnum ein­hvers konar mið­læga skýringu.

Sam­skipti sem byggjast á trausti og gagn­kvæmum skilningi

Sig­ríður segir sam­skipti milli fjöl­miðla og heil­brigðis­kerfinu hafa hingað til byggst á miklu trausti, sam­vinnu og skilningi á stöðunni. Hún segir það sér­stak­lega mikil­vægt á tímum sem þessum að traust við­haldist.

,,Ég veit að það er mikil ó­á­nægja meðal blaða­manna með þetta bréf. Mér finnst það al­gjör­lega úr takti við þá stefnu sem heil­brigðis­starfs­fólk og sótt­varna­yfir­völd hefur unnið eftir sem felst í því að vita hversu mikil­vægt það er að vinna með fjöl­miðlum í miðlun upp­lýsinga í svona far­aldri," segir Sig­ríður.

Náin sam­skipti sem byggja á trausti og gagn­kvæmum skilningi er grund­vallar­at­riði fyrir miðlun upp­lýsinga og þessi sam­skipti eru jafn nauð­syn­leg fyrir heil­brigðis­starfs­fólk, fjöl­miðla og al­menning, segir Sig­ríður.

,,Þetta snýst alltaf um það að miðla upp­lýsingum og hvernig er hægt að gera það með sem bestum hætti. Því fyrr sem upp­lýsinga­full­trúar skilja það því betra."

Skilnings­leysi á hlut­verki fjöl­miðla

Sig­ríður telur þó lík­legt að stjórn­endur spítalans muni halda á­fram að miðla upp­lýsingum með þeim góða hætti sem hefur verið framan af.

,,Það virðist vera að yfir­menn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlut­verki sínu og stöðu gagn­vart fjöl­miðlum og mikil­vægi þeirra varðandi veitingu upp­lýsinga heldur en sam­skipta­stjóri spítalans sjálfur," segir hún.

Að mati Sig­ríðar er hér um að ræða enn eitt dæmið þar sem al­manna­tenglar mis­skilja hlut­verk sitt. ,,Það er sorg­legt að sjá að maður í jafn mikil­vægri stöðu á þessum tíma skilji ekki sam­band fjöl­miðla og heil­brigðis­starfs­fólk með betri hætti en þetta," segir hún.

Sig­ríður segir Blaða­manna­fé­lag Ís­lands áður hafa bent á að Land­spítalinn hindri að­gengi fjöl­miðla að vett­vangi með því að heimila ekki mynda­tökur inn á spítala heldur að­eins af­henda myndir sem ljós­myndari á vegum spítalans sjálfs tekur.

,,Þetta er full­komið dæmi um þar sem verið er að hindra að­gengi fjöl­miðla að vett­vangi og lýsir líka skilnings­leysi á hlut­verki fjöl­miðla en þarna er verið að ganga enn þá lengra," segir Sig­ríður.