Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Af­stöðu, fé­lags fanga segir að fólk verði að átta sig á því að það séu mann­eskjur í fangelsum sem eiga fjöl­skyldur. Í dag sendi Af­staða frá sér á­skorun til dóms­mála­ráð­herra um að veita föngum desem­ber­upp­bót til þess að gera jólin bæri­legri fyrir fjöl­skyldur þeirra.

„Fangar fá ekkert frí frá því að gleðja fjöl­skylduna sína og fangar þurfa að finna leið til þess að gera það. Það er frekar erfitt innan veggja og það eru margar á­stæður fyrir því. En innan fangelsisins eru tak­markaðar leiðir til þess að þéna fé, bæði er vinna að skornum skammti og það er illa greitt fyrir hana. Fangar verða því að for­gangs­raða og þurfa að velja á milli, til dæmis hvort þeir fari til tann­læknis eða kaupi gjafir handa fjöl­skyldunni sinni,“ segir Guð­mundur.

Í á­skoruninni til dóms­mála­ráð­herra er Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra hvattur til þess að beita sér í þágu betrunar til þess að gera jólin bæri­legri fyrir börn og aðra að­stand­endur fanga. Þá er einnig skorað á fangelsis­yfir­völd að hækka dag­peninga , fæðis­fé og þóknanir fanga frá ára­mótum 2023.

Guð­mundur segir að Af­staða hafi fengið mikið af sím­tölum frá föngum sem hafa á­hyggjur af jólunum.

„Fangar líka gleðja fjöl­skylduna sína um jólin. Þess vegna á­kváðum við að birta þessa á­skorun,“ segir Guð­mundur og bætir við að föngum finnst eins og þeir séu að gleymast í um­ræðunni, en áður hefur verið fjallað um svipaðar til­lögur fyrir aðra hópa samfélagsins.

„Fangar fá ekki desem­ber­upp­bót og lang­flestir þeirra sem af­plána á Litla-Hrauni eru at­vinnu­lausir og fá þar af leiðandi enga auka þóknun um­fram dag­peninga og fæðis­fé. At­vinnu­leysið er ekki þeim að kenna. Það er enga vinnu að hafa. Þessir menn geta ekki glatt börn sín með smá­ræði um jólin,“ segir Guð­mundur og bendir á að dag­peningar fanga hafa ekki hækkað í sex­tán ár.

Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra hefur til­kynnt að hann ætli að bregðast við erfiðri stöðu innan fangelsisins með auknu fjár­magni. Guð­mundur segir að ekkert fjár­magn muni fara til fangana sjálfra.

„Þetta er ein­göngu fjár­magn í að við­halda sama kerfi og sama rekstri og hefur verið. Þess vegna er ekki hægt að búast við neinum breytingum, aukningu á fanga­vörðum eða starfs­fólki, eða neinu sem hægt er að gera til að auka endur­hæfingu fanga. Þetta er ein­göngu peningur til þess að við­halda sama kerfi,“ segir Guð­mundur.