„Að vera skilinn eftir á bryggjunni og horfa á eftir niður­greiddri ferjunni sigla án okkar út í Við­ey er sárt, það svíður,“ segir Guð­jón Sigurðs­son, for­maður MND á Íslandi, í á­skorun til borgar­stjórnar um úr­bætur á að­gengi að Við­ey.

Guðjón segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi aldrei komist til Viðeyjar á meðan hann hefur notast við hjólastól.

„Ferjan er handónýt fyrir gangandi og hjólastóla, þetta er bara einhver dallur sem var til. Þú þarft að fara upp og niður til þess að komast að ferjunni,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið.

Guð­jón segir það gerast fyrir hjóla­stóla­not­endur í hvert sinn sem Reykja­víkur­borg heldur niður­greiddan við­burð í Við­ey, „sem aug­lýst er fyrir alla, en er bara fyrir suma.“

„Ég hef beðið um úr­bætur á að­gengi Við­ey í 18 ár eða síðan ég settist sjálfur í hjóla­stól!,“ segir Guð­jón. Hann segir alla borgar­stjóra á þeim tíma hafa lofað bót og betrun öll árin en ekkert hafi gerst, hann segir þolin­mæði vera á þrotum.

Helstu á­stæður fyrir lé­legu að­gengi að Við­ey eru sjávar­föll, að sögn Guð­jóns. „Ein skýringin er sú að vegna flóðs og fjöru sé erfitt um að gengi að eyjunni,“ segir hann. Hann segir sjávar­föllin ekki hafa stoppað sig í heim­sókn til Vest­manna­eyja og Flat­eyjar á Skjálfanda, „Þar sem vissu­lega gætir sjávar­falla.“

„Auk þess fór ég á Kína­múrinn og fé­lagar mínir skoðuðu Akra­polis í Grikk­landi um daginn, að eitt­hvað sé ekki hægt er bara bull og vilja­leysi,“ bætir hann við.

Guðjón bendir á það að í Viðey séu tvö hjólastólamerkt salerni, „Vantar bara notendur þeirra á svæðið,“ segir hann.

Guð­jón segir Faxa­flóa­hafnir og Reykja­vík sýna al­gert metnaðar­leysi þegar kemur að að­gengis­málum. „Tökum til við hin mörgu litlu verk­efnin og gerum Við­ey að úti­vistar­para­dís fyrir alla,“ segir hann.