Fagráð Land­spítala hefur skorað á stjórn­völd að gera það sem þarf til að heil­brigðis­kerfið sé eftir­sóttur vinnu­staður en mikið álag er nú á heil­brigðis­starfs­mönnum, sér­stak­lega á Land­spítala, vegna Co­vid-far­aldursins. Í á­skorun fagráðs kemur fram að það hafi verið erfitt árum saman að manna spítalann og að síðast­liðið ár hafi bæst við for­dæma­laust álag.

„Á meðan CO­VID bylgjur ganga yfir í sam­fé­laginu er mörgu ýtt til hliðar á Land­spítalanum til að takast á við heilsu­fars­legar af­leiðingar far­aldursins,“ segir í bréfi ráðsins og er vísað til þess að allar deildi Land­spítala glími nú við mikið álag og hafa þurft að hliðra sjúk­lingum til.

Síðast­liðinn maí var til að mynda rúma­nýting á með­ferðar­sviði Land­spítala hvergi undir 96 prósent en æski­leg rúma­nýting er 85 prósent. Þá hafi verið 99 prósent rúma­nýting á smit­sjúk­dóma­deild í maí en þegar hún fyllist er lungna­deild A6, þar sem rúma­nýting í maí er 101 prósent, breytt í Co­vid-deild.

„Hafa ber í huga að í maí voru það ekki sjúk­lingar með CO­VID sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfa sér­hæfða þjónustu sem veitt er þarna, þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúma­nýtingu yfir 95%. Það gefur auga­leið að svig­rúmið er ekki til staðar,“ segir í bréfinu.

„Að veita heil­brigðis­þjónustu í far­sótt er flókið og krefjandi. Starfs­fólk þarf að vera stöðugt á verði, sýna sveigjan­leika og ganga inn í að­stæður þar sem ríkir ó­vissa,“ segir enn fremur

Búið að benda á vandann í mörg ár

Bent er á að í gegnum far­aldurinn hafi starfs­fólk þurft að vera í í­þyngjandi hlífðar­búnaði og orðið fyrir á­reiti utan vinnu­tíma, til að mynda með kröfu um aukið vinnu­fram­lag eða með því að láta starfs­fólk búa við hertar tak­markanir en aðrir í sam­fé­laginu, með því að mynda sér­stakar sótt­varna­kúlur. Þá hafi starfs­fólk jafn­vel verið kallað inn úr sumar­fríi vegna á­lags.

Fagráð segir að það hafi legið fyrir í byrjun sumars að veru­leg á­skorun væri fólgin í að manna spítalann yfir sumar­tímann, þrátt fyrir víð­tækar lokanir. „Starfs­fólk er kjarni hverrar stofnunar. Á á­lags­tímum þarf að hlúa sér­stak­lega vel að starfs­fólki, þar er svo sannar­lega svig­rúm til að gera betur.“

„Fagráð Land­spítala leggur á­herslu á að stjórn­völd, sem og stjórn­endur Land­spítala, leiti allra leiða við að veita starfs­fólki við­unandi vinnu­að­stæður t.d. með því að skapa um­hverfi þar sem ekki er þörf á að kalla fólk inn úr sumar­fríum og að alltaf sé tryggt að ekki sé gengið á réttindi fólks,“ segir í bréfinu.

Að mati ráðsins þarf að fara í veru­lega upp­byggingu í heil­brigðis­kerfinu til þess að verða við þeirri kröfu og er mikil­vægt að allar stofnanir vinni þétt saman. „Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tæki­færi til úr­bóta.“

„Fagráð Land­spítala skorar á stjórn­völd að gera það sem þarf til að heil­brigðis­kerfið, með Land­spítala í farar­broddi, sé eftir­sóttur vinnu­staður þar sem veitt sé besta heil­brigðis­þjónusta sem völ er á hverju sinni.“