Sam­tök fyrir­tækja á veitinga­markaði (SFV) sendur frá sér á­skorun til stjórn­valda vegna vegna fyrir­hugaðra til­slakana á sótt­varna­að­gerðum innan­lands. „Þá óska sam­tökin eftir því að látið verði af stöðugum lög­reglu­að­gerðum með til­heyrandi frétta­flutningi sem grefur undan greininni í heild sinni,“ segir í á­skoruninni.

„Veitinga­staðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitinga­staða."

Úr takti við nauðsyn

Skorað er á stjórn­völd að létta á starf­semi veitinga­húsa með því að hækka sam­komu­tak­markanir í 50 manns, leyfa sér­stakar undan­þágur á tveggja metra reglunni og lengja opnunar­tíma til ellefu á kvöldin.

„Um­ræðan um veitinga­staði, eftir­lit og að­gerðir sem þeim tengjast, er hróp­lega úr takti við nauð­syn og raun­veru­lega stöðu.“ Þá hafi aðrar at­vinnu­greinar iðu­lega ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjölda­tak­markanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftir­lits­ferðum, sektum og fjöl­miðla­um­fjöllun.

„Óskum við í fram­haldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitinga­húsum sem og öðrum at­vinnu­greinum verði veitt sama svig­rúm til að takast á við far­aldurinn og á­skoranir honum tengdum.“

Veitingastaðir hafa verið undir eftirliti lögreglu vegna sóttvarnaaðgerða.

Á­skorunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Sam­tök fyrir­tækja á veitinga­markaði (SVF) senda frá sér eftir­farandi á­skorun vegna fyrir­hugaðra af­léttinga á sótt­vörnum innan­lands.

  1. Að fjöldi gesta veitinga­húsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými.
    Veitinga­hús hafa setið eftir þegar há­marks­fjöldi við­skipta­vina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkams­rækt, sundi, leik­húsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein hald­bær rök fyrir því hvers vegna sam­bæri­legar aukningar á gesta­fjölda hafa ekki tekið til veitinga­húsa.
  2. Að sér­stakar undan­þágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna
    Þar sem stærð og innan­rými staða er mis­jafnt og í mörgum til­fellum mjög tak­markað kemur aukinn gesta­fjöldi að tak­mörkuðu gagni. SVF skorar því á stjórn­völd að setja sér­stakar undan­þágur um veitinga­staði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli við­skipta­vina. Vegna fárra smita í sam­fé­laginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á af­mörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé sam­gangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitinga­staðir vinna með mat­væli þá eru þrif og sótt­varnir á­vallt í fyrir­rúmi.
  3. Að opnunar­tími verði færður til 23:00
    Fyrir veitinga­staði þá skiptir hver klukku­stund miklu máli og því mikil­væg breyting að geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SVF eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitinga­hús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópa­myndun sé öllum gert að yfir­gefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svig­rúm til að klára mat og drykk og yfir­gefa að því loknu.

Þá óska sam­tökin eftir því að látið verði af stöðugum lög­reglu­að­gerðum með til­heyrandi frétta­flutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitinga­staðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitinga­staða. Um­ræðan um veitinga­staði, eftir­lit og að­gerðir sem þeim tengjast, er hróp­lega úr takti við nauð­syn og raun­veru­lega stöðu. Aðrar at­vinnu­greinar hafa marg­oft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjölda­tak­markanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftir­lits­ferðum, sektum og fjöl­miðla­um­fjöllun. Óskum við í fram­haldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitinga­húsum sem og öðrum at­vinnu­greinum verði veitt sama svig­rúm til að takast á við far­aldurinn og á­skoranir honum tengdum.

SVF taka á sama tíma heils­hugar undir sjónar­mið rekstrar­aðila kráa og bara sem hafa þurft að upp­lifa ó­út­skýran­legt ó­sam­ræmi og rök­leysu hvað varðar sótt­varnar­reglur sem þeim er gert að hlíta.