Sam­tökin ‘78 skora á stjórn­völd að halda á­fram að vinna að réttar­bótum fyrir hin­segin fólk með regn­boga­kort ILGA-Europe sem leiðar­vísi. Út­gáfa Regn­boga­korts ILGA-Europe 2021 sýnir að Ís­land stendur í stað milli ára með 54 prósent at­riða upp­fyllt.

ILGA-Europe, sem eru Evrópu­sam­tök hin­segin hreyfinga, hafa frá árinu 2009 gefið út regn­boga­kort sitt sem ber saman laga­leg réttindi hin­segin fólks milli ríkja.

Í yfir­lýsingu Sam­taka ´78 segir að þau sjái fyrir sér að Ís­land sitji í efsta sæti listans eftir fimm ár en til þess að það geti orðið af því þurfi bæði vilja og at­beini stjórn­valda.

„Lög um kyn­rænt sjálf­ræði marka tíma­mót í réttindum trans og inter­sex fólks en betur má ef duga skal,“ segir Þor­björg Þor­valds­dóttir, for­maður Sam­takanna ’78, í yfir­lýsingunni.

Þau segja að næst á ætti að beina sjónum að bar­áttu þeirra fyrir heild­stæðri lög­gjöf sem verndar hin­segin fólk gegn haturs­glæpum og fyrir bættri stöðu hin­segin um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd en í þeim undir­flokki Regn­boga­kortsins upp­fyllir Ís­land að­eins 17 prósent at­riða.

Kortið eins og það lítur út í ár.
Mynd/ILGA Europe

Fyrsta sætið laust

Þau segja aug­ljóst að það þurfi að bæta úr þeim mála­flokki og að þau finni fyrir því þörfina dag­lega í þeirra starfi.

„Sem stendur hefur ekkert ríki upp­fyllt öll at­riði á lista ILGA-Europe og for­ystu­sætið í hin­segin jafn­rétti á heims­vísu er þess vegna laust, en þangað á Ís­land að stefna. Á síðustu árum hefur það orðið al­gengara að stjórn­völd ýmissa ríkja séu til­búin að ala á and­úð gegn hin­segin fólki í þeim til­gangi að reka fleyg milli sam­fé­lags­hópa og skapa sjálfum sér vin­sældir. Þeirra á meðal eru nánar sam­starfs­þjóðir Ís­lands og því mikil­vægt að við tökum skýra af­stöðu með frelsi og mann­réttindum. Sam­tökin ‘78 eru svo sannar­lega á­fram til­búin að leggja hönd á plóg,“ segir Þor­björg í yfir­lýsingunni.

Sam­kvæmt nýjasta kortinu hefur orðið lítil sem engin fram­för á réttindum hin­segin fólks síðast­liðið ár í þeim 49 ríkjum Evrópu og Mið-Asíu þar sem staðan er könnuð.

Sker kortið í ár sig úr þar sem hingað til hefur verið hægt að mæla smá­stígar fram­farir ár frá ári.

Malta uppfyllt flest atriði

Malta situr í efsta sæti listans 6. árið í röð og hefur upp­fyllt alls 89 prósent at­riða. Ís­land situr í 14. sæti listans, annað árið í röð, með 54 prósent at­riða upp­fyllt.

Í til­kynningu frá Sam­tökunum ´78 segir að í ár hafi tvö at­riði bæst við mat ILGA. Það er hvort að til staðar væri mögu­leiki á breyttri kyn­skráningu fyrir börn og ung­menni undir lög­aldri og lög­festing skyldu þess að bjóða upp á þriðja val­mögu­leika í kyn­skráningu, ætlað fyrir kyn­segin fólk og oft kallað X-skráning.

Ís­land upp­fyllti bæði þessi at­riði og hélt þannig stöðu sinni frá árinu á undan.

Lög um kyn­rænt sjálf­ræði tóku fullt gildi í byrjun árs en sam­kvæmt þeim mega trans og inter­sex fólk nú sjálf ráða kyn­skráningu sinni og nafni í Þjóð­skrá. Þá setja lögin bann á ó­nauð­syn­leg og ó­aftur­kræf inn­grip í líkama inter­sex barna sem hingað til hefur mátt gera án þeirra sam­þykkis.

Sam­kvæmt ILGA-Europe er Ís­land eina landið sem sýnir fram­för í mál­efnum inter­sex og trans fólks milli ára, en lög­gjöfin er varðar inter­sex málin telst þó ekki nægi­lega víð­tæk til þess að Ís­land fái stig fyrir að þessu sinni og því er þar enn­þá tæki­færi til bætinga segir í yfir­lýsingunni.

Frekari út­skýring á regn­boga­kortin er hægt að finna hér á vef­síðu ILGA.

Mynd­ræn upp­lýsinga­síða regn­boga­kortsins er hér.

Alls er metið 71 at­riði í sex flokkum. Mynd­ræna fram­setningu á frammi­stöðu Ís­lands og frekari út­skýringu á regn­boga­kortinu má finna á heimasíðu Samtakanna ´78.