Lovísa Arnardóttir
lovisaa@frettabladid.is
Fimmtudagur 18. nóvember 2021
05.00 GMT

Á Ís­landi er unnið eftir stefnunni „Skóli án að­greiningar“ en sum börn, sem skóla­kerfið hefur ekki getu til að mæta, hafa samt sem áður verið skilin frá sam­nem­endum sínum og í al­var­legustu til­fellunum jafn­vel lokuð inni.

Frétta­blaðið hefur frá því að um­fjöllun um þessi mál hófst heyrt í fjölda for­eldra sem eru úr­ræða­laus og hafa annað hvort tekið börnin úr skólum eða að skólinn hafi neitað að taka börnin aftur. Þá standa þeim oft engin önnur úr­ræði til boða eða þeirra bíða langir bið­listar. Sum málin hafa orðið svo slæm að þau eru komin á borð lög­reglunnar. Sjá hér og hér.

Um­boðs­maður Al­þingis, Skúli Magnús­son, rann­sakar að­stæður barna sem eru skilin frá sam­nem­endum sínum og vistun þeirra í sér­stökum rýmum og lauk fyrsta hluta rann­sóknarinnar í byrjun vikunnar en rann­sókninni er þó langt í frá lokið.

Skúli segir að til þess að svipta fólk, og þar með talið börn, frelsi þurfi að megin­reglu laga­heimild og rann­sókn hans í þessu máli hafi það sem út­gangs­­punkt. Skúli segir að skoðun em­bættis um­boðs­manns sé af­mörkuð við frelsis­sviptingu, af­leiðingar inni­lokunar á börn og hvernig verk­lagi, skráningu og upp­lýsinga­gjöf sé háttað í þessum málum.

Hann segir að ekki fari á milli mála að öll börn eigi rétt á skóla­vist og námi í sam­ræmi við sínar þarfir en að þessi til­tekna rann­sókn um­boðs­manns snúi ein­göngu að mögu­legri frelsis­sviptingu nem­enda, en ekki hugsan­legri skerðingu á rétti barna til náms sem getur fylgt þessum málum.

Brýnt að Skóli án aðgreiningar verði að raunveruleika

Sér­fræðingar í mál­efnum barna eru sam­mála um að af­leiðingar slíks að­skilnaðar og jafn­vel inni­lokunar geti haft af­drifa­ríkar af­leiðingar fyrir börn um alla þeirra ævi.

Um­boðs­maður barna, Salvör Nor­dal, hefur kallað eftir því að fleiri og fjöl­breyttari úr­ræði standi börnum og for­eldrum til boða. Hún segir að þrátt fyrir að hér á landi sé unnið eftir stefnu Skóla án að­greiningar hafi sú stefna aldrei orðið að raun­veru­leika. Hún segir mjög brýnt að svo verði.

Þuríður Harpa Sigurðar­dóttir, for­maður Ör­yrkja­banda­lagsins, tekur undir það en segir að það sé ekkert nýtt að fötluð börn eða börn með ein­hvers konar raskanir eða sér­þarfir séu skilin frá sam­nem­endum sínum. Þuríður segir ó­tækt að svo miklar tafir séu á því að réttindi allra barna séu upp­fyllt á Ís­landi.

Það þarf ekki að fara í þetta ó­efni að börn séu lokuð inni. Það er al­var­legt að ein­hver skóli árið 2021 sé að mæla með svona úti­lokun.

„Það er ó­tækt að börn komi út úr grunn­skóla með möl­brotna sjálfs­mynd og sjái enga fram­tíð fyrir sér. Við þurfum að koma þessu í al­menni­legan far­veg því það er ekki hægt að skella skuldinni á þau þegar þau koma ó­vinnu­fær út úr grunn­skóla og segja að það sé eitt­hvað að þeim þegar kerfið hefur brugðist þeim löngu fyrir það,“ segir Þuríður Harpa.

Slíkur að­skilnaður getur haft af­drifa­ríkar af­leiðingar fyrir börn og í raun haft á­hrif á allt þeirra líf. Svan­hildur Svavars­dóttir, tal­meina-, ein­hverfu- og boð­skipta­fræðingur, segir að öll hunsun sé niður­læging og skömm og að börn eigi ekki að þurfa að vinna sig upp í það að full­orðnir séu góðir við þau.

„Börn þurfa oftast mest á manni að halda þegar þau láta verst. Þá eru þau að hrópa á hjálpina en hrein­lega ráða ekki við sig,“ segir hún.

Svan­hildur segir að hún þekki mörg mál þar sem börnin hafi í þessum til­vikum ein­angrast, jafn­vel flosnað upp úr námi, og telur að ef horft sé á vandann með réttum gler­augum sé auð­veld­lega hægt að koma í veg fyrir slíkar að­stæður.

„Það þarf ekki að fara í þetta ó­efni að börn séu lokuð inni. Það er al­var­legt að ein­hver skóli árið 2021 sé að mæla með svona úti­lokun. Það er stór­alvar­legt mál og af­leiðingarnar tíu eða tuttugu árum síðar eru enn al­var­legar. Það er skelfi­leg staða og kennarar verða að hafa það hug­fast að allt sem þeir gera hefur á­hrif.“ segir Svan­hildur.

Skúli segir það skýrt að til að svipta fólk, og börn, frelsi sínu þurfi að vera til þess lagaheimildir.
Fréttablaðið/Eyþór

Verður að vera til lagaheimild

Skúli Magnús­son, um­boðs­maður Al­þingis, segir að til þess að svipta fólk, og börn frelsi, þurfi að megin­reglu laga­heimild og rann­sókn um­boðs­manns hafi það sem út­gangs­punkt.

„Hér koma til skoðunar neyðar­réttar­sjónar­mið og nauð­varnar­sjónar­mið sem eiga við til skemmri tíma, en svipting á frelsi um­fram það þarf í grunninn að styðjast við laga­heimild,“ segir Skúli.

Hann segir að auð­vitað þurfi að skoða í ein­stökum til­vikum hvort um frelsis­sviptingu sé að ræða með til­liti til þess hversu lengi nemandi sé lokaður inni og hvort að það fari fram með sam­þykki hans sjálfs eða for­ráða­manns.

„Staðan getur verið sú að verið sé að grípa inn í að­stæður og vernda líf og heilsu nemandans sjálfs eða að tryggja að það verði ekki skemmdir á eignum á munum. Ef við erum hins vegar komin um­fram þetta og það er verið að beita frelsis­sviptingu eða inni­lokun í öðrum til­gangi og í lengri tíma þá hlýtur sú spurninga að vakna hvar heimildirnar eru til þess.“

Skúli segir að skoðun em­bættis um­boðs­manns sé af­mörkuð við frelsis­sviptingu, af­leiðinga inni­lokana á börn og hvernig verk­lagi, skráningu og upp­lýsinga­gjöf sé háttað í þessum málum.

„Við höfum verið að afla gagna um þessi mál til að stað­reyna hvers konar at­vik þetta eru en þau geta verið mjög fjöl­breytt. Það er munur á því að grípa inn í að­stæður og að fara með barn inn í eitt­hvað her­bergi í skamman tíma eða að nota svona her­bergi sem þátt í kennslu eða með­ferðar­legum til­gangi. En það sem tekur við ef for­eldrar á­kveða að taka barn úr skólanum er í sjálfu sér ekki eitt­hvað sem við höfum verið að skoða í þessu sam­hengi,“ segir Skúli.

Hann segir að ekki fari á milli mála að öll börn eigi rétt á skóla­vist og námi í sam­ræmi við sínar þarfir en að þessi til­tekna rann­sókn um­boðs­manns snúi ein­göngu að mögu­legri frelsis­sviptingu nem­enda. Ekki hugsan­legri skerðingu á rétti barna til náms sem getur fylgt þessum málum.

„Frá sjónar­miði um­boðs­manns snýr þetta að því hvort það sé verið að fara að lögum sem Al­þingi hefur sett og eftir at­vikum stjórnar­skrá landsins og al­þjóða­sátt­málum. Ef það er horft á þá mynd utan úr geimnum, ef svo má að orði komast, þá er það ein­fald­lega þannig að til þess að svipta fólk frelsi sínu þarf heimildir og það er út­gangs­punkturinn.“ segir Skúli.

„Við höfum á­hyggjur af börnum sem eru ekki að sækja skóla vegna kvíða eða ein­eltis án þess að sé gripið inn í og af börnum sem eru í al­var­legum vanda og fá ekki þjónustu.“
Fréttablaðið/Eyþór

Kallað eftir fjölbreyttari úrræðum

Um­boðs­maður barna, Salvör Nor­dal, segir að em­bættið hafi í gegnum tíðina átt í sam­skiptum við mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið um börn sem ekki eru í skóla, af ó­líkum á­stæðum, en telur mikil­vægt að greitt verði úr því að til séu fjöl­breyttari úr­ræði fyrir öll börn.

„Við höfum í gegnum tíðina fengið á­bendingar um börn sem ekki eru í skóla. Við höfum átt fundi með mennta- og menningar­mála­ráðu­neytinu og átt í bréfa­skriftum við þau. Fyrir nokkrum árum sendum við erindi um börn sem eru utan skóla til ráðu­neytisins og við höfum viljað leggja á­herslu á þennan hóp, sem er ekki, að fá þjónustu og þau börn sem ekki eru að sækja skóla eða eru í al­var­legri skóla­forðun,“ segir Salvör og að em­bættið hafi kallað eftir því að mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið og sam­band sveitar­fé­lag um að taki þessi mál til sér­stakrar skoðunar.

„Það eru dæmi um að for­eldrar hafi tekið börn úr skóla eða að skólinn hafi ekki treyst sér til að taka á móti þeim og þá hefur sveitar­fé­lagið ekki haft neitt annað úr­ræði.“

Hún segir að það verði að bregðast við þessu.

„Skóli án að­greiningar er mjög mikil­væg stefna en hún hefur ein­hvern veginn aldrei orðið að raun­veru­leika,“ segir Salvör og að það sé mjög brýnt að stefnan sé raun­veru­lega inn­leidd og að það sé frekari stuðningur við þessi börn inni í skólunum.

„Það er skóla­skylda, en við höfum heyrt um og fengið á­bendingar um börn sem ekki eru í skólanum, en það er engin yfir­sýn hjá sveitar­fé­lögunum um hversu mörg börn eru í þessari stöðu,“ segir hún og að það þurf að taka þessar upp­lýsingar saman og hafa þær að­gengi­legar.

„Við höfum á­hyggjur af börnum sem eru ekki að sækja skóla vegna kvíða eða ein­eltis án þess að sé gripið inn í og af börnum sem eru í al­var­legum vanda og fá ekki þjónustu.“

Salvör segir að henni finnist erfitt að tjá sig um rann­sókn um­boðs­manns á inni­lokunum barna þegar það sé svo margt sem enn eigi eftir að rann­saka en að það hafi komið skýrt fram í um­ræðu að það sé ekki það sama að börn séu lokuð inni í refsingar­skyni og að börnum sé boðin út­göngu­leið úr ein­hverjum að­stæðum sem þau ráða ekki við sjálf.

„Ég get ekki lagt mat á þetta fyrr en ég sé ítar­legri út­tekt á málinu,“ segir Salvör og tekur fram að ekkert slíkt mál hafi komið á hennar borð.

Þuríður Harpa segir það skýrt að öll börn eigi að njóta sama réttar og því þurfi að hætta að skilja börn að, í öllum aðstæðum.
Fréttablaðið/Ernir

Aðskilnaður sumra barna ekki nýr

Þuríður Harpa Sigurðar­dóttir, for­maður Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, segir að það sé ekkert nýtt í ís­lensku sam­fé­lagi að fötluð börn og börn með sér­þarfir séu skilin að frá sam­nem­endum sínum.

„Þetta er eitt­hvað úr­ræða- og þekkingar­leysi. Sumir skólar standa sig auð­vitað vel en aðrir alls ekki.“

Hún segir að þessi mál komi inn á þeirra borð því að oft sé um að ræða fötluð börn eða börn með ein­hvers konar raskanir.

„Við erum með mál­efna­hóp um mál­efni barna og þar hefur þetta verið tekið upp því þessi börn þurfa á á­kveðinni að­stoð að halda sem þau ekki fá. Við vitum að sjálfs­mynd barna er að mótast og þau sem verða fyrir að­kasti, frá sam­nem­endum eða kennara, það er kerfis­bundið verið að brjóta niður sjálfs­mynd þeirra og þessir ein­staklingar koma mjög illa út úr grunn­skólum,“ segir Þuríður Harpa en í haust sendi Ör­yrkja­banda­lagið bréf á fimm sveitar­fé­lög þar sem úr­bóta var krafist í mál­efnum barna ellegar yrði farið í mál við þau.

„Til­gangurinn með því að var að hreyfa við þessum málum, var að ýta við þessum mála­flokki til að börn fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á lögum sam­kvæmt en eru því miður í allt of mörgum skólum ekki að fá,“ segir Þuríður og að það sama eigi að gilda í öllum skólum.

Hér er skóli án að­greiningar og það þarf að skoða hvað það þýðir og hvaða rétt börn eiga sam­kvæmt því inni í skólanum. Svo þarf að fram­fylgja því. Það er réttur barna og þarna verða sveitar­fé­lög og skólar að standa sig

Hún segir að aug­ljós­lega hafi orðið hreyfing á þessum málum og fagnar rann­sókn um­boðs­manns Al­þingis í þessu máli.

„Það er ó­tækt að börn komi út úr grunn­skóla með möl­brotna sjálfs­mynd og sjái enga fram­tíð fyrir sér. Við þurfum að koma þessu í al­menni­legan far­veg því það er ekki hægt að skella skuldinni á þau þegar þau koma ó­vinnu­fær út úr grunn­skóla og segja að það sé eitt­hvað að þeim þegar kerfið hefur brugðist þeim löngu fyrir það,“ segir Þuríður Harpa.

Hún segir það mikil von­brigði að það séu svo miklir tafir á því að réttindi barna séu upp­fyllt. „Við vitum hver lausnin er, hvað þarf og hver réttindi barna eru. Skólar og sveitar­fé­lög þurfa að laga þetta svo að börnunum okkar líði vel í skólanum og komi betur út úr þeim en þau hafa gert. Við vitum að það hefur jafn­vel endað svo illa að þau hafa tekið sitt eigið líf.“

Stoppar þetta á skorti á peningum eða hvert er vanda­málið?

„Það er ef­laust hluti af vanda­málinu en þetta hefur alltaf verið svona. Það þarf að skoða þá stefnu sem er í gangi. Hér er skóli án að­greiningar og það þarf að skoða hvað það þýðir og hvaða rétt börn eiga sam­kvæmt því inni í skólanum. Svo þarf að fram­fylgja því. Það er réttur barna og þarna verða sveitar­fé­lög og skólar að standa sig.“

Hún segir að að­skilnaður barna sé víð­tækari í skóla­kerfinu því að fötluð börn fari oft ekki með í tóm­stundir og skóla­ferðir og það sé oft eftir­á­hugsun hvernig eigi að hafa þau með.

„Skólinn getur ekki fundið leið til að hafa barnið með eða hefur ekki hugsað út í það. Þetta er vanda­mál og það vantar að fólk sé lausna­miðaðra. Það vantar meiri um­ræðu um þetta því það eiga öll börn að geta tekið þátt.“

„Öll hunsun er niður­læging og skömm. Börn eiga ekki að þurfa að vinna sig upp í það að við séum góð við þau. Börn þurfa oftast mest á manni að halda þegar þau láta verst. Þá eru þau að hrópa á hjálpina en hrein­lega ráða ekki við sig,“ segir Svan­hildur.
Fréttablaðið/Arnþór

Áföll í barnæsku afdrifarík allt lífið

„Það er al­var­legt að svona hlutir í barn­æsku geta verið af­drifa­ríkir allt þeirra líf, og haft á­hrif á þau allt þeirra líf,“ segir Svan­hildur Svavars­dóttir, tal­meina- og ein­hverfu- og boð­skipta­fræðingur, en hún hefur um ára­bil unnið með börnum með fötlun eða sér­þarfir.

Hún segir að á árum áður hafi fólk sem starfar með börnum getað sagt að þau vissu ekki betur en í dag séu til ótal rann­sókna og leið­beininga um hvernig eigi að bregðast við þegar börn eiga í hlut.

„Öll hunsun er niður­læging og skömm. Börn eiga ekki að þurfa að vinna sig upp í það að við séum góð við þau. Börn þurfa oftast mest á manni að halda þegar þau láta verst. Þá eru þau að hrópa á hjálpina en hrein­lega ráða ekki við sig,“ segir Svan­hildur.

Hún segir að hún hafi oft fengið á sitt borð mál eins og hafa verið í um­ræðu undan­farin um börn sem hafa verið lokuð inni vegna úr­ræða- og þekkingar­leysis í skólum á Ís­landi. Hún telur að stærsta vanda­málið sé að það sé ekki hlustað. Ekki á börnin og ekki á for­eldrana.

„Ég var með barn hjá mér sem ekkert hafði gengið hjá í mörg ár, en svo með því að horfa á barnið með breyttum gler­augum og skilningi á því að vandi barnsins væri tauga­líf­fræði­legur, en ekki hegðunar­vandi, þá myndast skilningur á því að vandinn stafar af van­líðan barnsins.“

Svan­hildur segir að hún þekki mörg mál þar sem að börnin hafi í þessum til­vikum ein­angrast, jafn­vel flosnað upp úr námi, og telur að ef að horft er á vandann með réttum gler­augum sé auð­veld­lega hægt að koma í veg fyrir slíkar að­stæður.

„Best er að spyrja og hlusta á börnin af hverju þau eru að haga sér á einn eða annan máta. Það hef ég eftir kenningum Ross Greene en hann segir í sínum rann­sóknum að barnið sjálft sé þátt­takandi í vanda­málinu og að það þurfi að skoða hlið þess eins og aðrar hliðar. Það er svo oft ein­hliða horft á lausnina frá kennaranum og gleymist að spyrja nemandann. Það er það sem er svo sárt. Að við erum að gera eitt­hvað sem þarf ekki að vera svona flókið,“ segir Svan­hildur.

Svan­hildur telur að at­ferlis­fræðingar hafi fengið of mikið pláss í mennta­kerfinu, að það sé verið að beita um­bun og refsingu þar sem að það hrein­lega gagnast ekki.

„Við erum í dag að læra af­leiðingar þess að að­eins sé notast við at­ferlis­fræðina. Hún gengur ekki alltaf upp og við erum að upp­lifa að á­föll sem við upp­lifum sem börn eru að koma aftur og aftur fram. Það er á­fall að lenda í því að vera hundsaður eða settur fram. Fólk man svona hluti, stundum í mörg ár, og það situr eftir. Orð geta verið svo særandi og við­brögð til baka. Fyrir börn getur verið flókið að vera í þessu sam­spili,“ segir Svan­hildur.

Leikurinn svo mikilvægur börnum

Svan­hildur segir að það megi ekki gleyma því að þegar börn hefja sína skóla­göngu, sex ára, eru þau vits­muna­lega sex ára en til­finninga­lega og fé­lags­lega að­eins fjögurra ára.

„Svo stækkar bilið því það er ekkert verið að eyða tíma að byggja þau upp fé­lags- og til­finninga­lega. Það er strax rokið í vits­muna­þáttinn og van­líðan kemur upp og þau fara í frum­heilann og ná ekki að taka við námi,“ segir Svan­hildur og að í Finn­landi hefjist skóla­skylda við sjö ára aldur og þar fái börn meiri tíma til að leika sér og þroskast til­finninga- og fé­lags­lega.

„Við erum að æða of snemma af stað. Leikurinn skiptir svo miklu máli.“

Svan­hildur segir að það verði að passa að sam­talið á milli skóla og heimilis og að það sé gott. Það megi ekki enda þannig að skóli kenni heimili um og öfugt.

„For­eldrar eru sér­fræðingar barna sinna og það verður að spyrja þau hvernig er hægt að styðja við þau. Ég er sér­fræðingur í ein­hverfu, en for­eldrar þekkja sín börn best. Það er svo mikil­vægt að fara inn í um­ræðuna með þá hug­mynd að búa til sam­spil á milli allra sem koma ná­lægt en ekki bara til að hafa á­hrif. Það er alveg von­laust. Vandinn í sam­fé­laginu er skortur á hlustun. Að það sé hlustað á for­eldra. Van­líðan þeirra kemur að miklu leyti þaðan. Þegar þau eru að segja frá því að það sé stað­reynd að barnið sé erfitt heima og í skólanum þá þarf það ekki gagn­rýni, heldur lausnir. Að það sé unnið að því í sam­vinnu við þau að finna lausnir. Það skiptir svo miklu máli að það fari allir inn í sam­talið mark­visst til að hlusta á hinn aðilann.“

For­eldrar eru sér­fræðingar barna sinna og það verður að spyrja þau hvernig er hægt að styðja við þau. Ég er sér­fræðingur í ein­hverfu, en for­eldrar þekkja sín börn best.

Svan­hildur segir að þegar börn eru komin með stimpil um að vera „til vand­ræða“ í skólum þá hafi það oft þær af­leiðingar að það sé ekki hlustað á þau og að það þurfi oft að vinna sér­stak­lega með það.

Spurð hvort að það þurfi að auka þekkingu innan hverrar skóla­stofu segir Svan­hildur að það þurfi þroska­þjálfa, tal­meina­fræðinga og iðju­þjálfa í hvern skóla.

„Það vantar og er ekki sjálf­sagt á Ís­landi. Börn ættu að fá þetta í skólanum og það vantar þennan fag­lega grunn. En eitt, tvö og tíu myndi á­standið lagast heil­mikið ef að nem­enda­fjöldinn færi ekki yfir 20 í hverjum bekk. Þá myndi hugsan­lega einn kennari ráða við þetta, en það er úti­lokað þegar þau eru svona mörg. Það munar svo mikið um allt eftir 20. Þetta er ein­falda lausnin ef það á ekki að ráða meira fag­fólk,“ segir Svan­hildur en leggur á­herslu á að sam­talið skipti mestu máli.

„Það þarf ekki að fara í þetta ó­efni að börn séu lokuð inni. Það er al­var­legt að ein­hver skóli árið 2021 sé að mæla með svona úti­lokun. Það er stór­alvar­legt mál og af­leiðingarnar tíu eða tuttugu árum síðar eru enn al­var­legar. Það er skelfi­leg staða og kennarar verða að hafa það hug­fast að allt sem þau gera hefur á­hrif,“ segir Svan­hildur.

Athugasemdir