Haf­steinn Karls­son, skóla­stjóri Sala­skóla, segir að sam­ræmdu prófin passi ekki inn í hug­mynda­fræði um skóla án að­greiningar og þess vegna hafi skóla­stjórar í Kópa­vogi sent frá sér á­lyktun í gær þar sem er kallað eftir því að sam­ræmd próf verði lögð af í ár, eða þar til að við­unandi prófa­kerfi finnst sem ræður við á­lagið sem fylgir fyrir­lögninni.

Í á­lyktun þeirra er tekið undir orð um­boðs­manns barna frá því fyrr í vikunni að það sé al­ger­lega ó­á­sættan­legt að leggja sam­ræmd próf í ó­full­nægjandi prófa­kerfi.

„Það verk­lag lýsir ó­virðingu í garð nem­enda en margir í skóla­um­hverfinu hafa lagt tals­vert á sig við undir­búning fyrir prófin. Skóla­stjórn­endur í Kópa­vogi telja ó­tækt að fresta prófunum í kjöl­far mis­taka mánu­dagsins. Það getur aukið álag og kvíða hjá nem­endum og gert prófin ó­mark­tæk sem sam­ræmdan mæli­kvarða,“ segir í á­lyktuninni.

Vinna eftir skóladagatali - erfitt að fresta

Haf­steinn segir að einn galli þess að fresta prófunum sé að skólar vinni eftir á­kveðnu skóla­daga­tali og að sam­ræmdu prófin hafi átt að vera í þessari viku og svo sé eitt­hvað annað á dag­skrá í næstu viku.

„Á­kvörðun um frestun prófanna er ó­við­unandi inn­grip í skipu­lag skóla­starfs og sýnir lítils­virðingu gagn­vart því sem þar er verið að vinna,“ segir í á­lyktuninni.

Haf­steinn segir að það sé sem dæmi búið að plana skíða­ferðir, árs­há­tíðir og aðra við­burði sem ekki sé hægt að fresta líka.

„Það er alls­konar hlutir sem er verið að vinna í mars. Í skólum er ýmis­legt sem þarf að gera þegar prófin eru lögð fyrir. Það þarf að fá fólk til að sitja yfir og ein­hverja til að sinna nem­endum og eitt­hvað svo­leiðis,“ segir Haf­steinn.

Skóla­stjórarnir leggja því til að frekari próf­töku verði af­lýst í ár á meðan ekki er búið að finna annað próf­kerfi sem er við­unandi og ræður við á­lagið.

Þá kalla þau einnig eftir því að kerfið sé tekið til endur­skoðunar.

„Þau eru barn síns tíma og eiga í þessari mynd ekkert erindi inn í skóla­starf undir hug­mynda­fræði skóla án að­greiningar,“ segir að lokum.

Gátu ekki skráð sig inn

Fresta þurfti samræmdum prófum fyrr í vikunni vegna þess að nemendur annað hvort duttu úr úr prófakerfinu eða gátu ekki skráð sig inn. Lilja D. Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagðist ekki sátt við það og að það hefðu verið framkvæmdar nokkrar prófanir á kerfinu. Hún sagði að á næsta ári eigi að innleiða annað matskerfi sem nú er í kostnaðargreiningu. Umboðsmaður barna sagði að það ætti að leggja prófin af þar til að það finnst kerfi sem virkar.

Ályktun skólastjóra í Kópavogi í heild sinni

„Fundur skólastjóra í grunnskólum Kópavogs haldinn 9. mars 2021 tekur undir það mat umboðsmanns barna að það sé algjörlega óásættanlegt að leggja ítrekað fyrir samræmd próf í alsendis ófullnægjandi prófakerfi. Það verklag lýsir óvirðingu í garð nemenda en margir í skólaumhverfinu hafa lagt talsvert á sig við undirbúning fyrir prófin. Skólastjórnendur í Kópavogi telja ótækt að fresta prófunum í kjölfar mistaka mánudagsins. Það getur aukið álag og kvíða hjá nemendum og gert prófin ómarktæk sem samræmdan mælikvarða. Þess ber einnig að geta að skólar vinna eftir samþykktu skóladagatali þar sem samræmd könnunarpróf eru sett á þessa viku. Ákvörðun um frestun prófanna er óviðunandi inngrip í skipulag skólastarfs og sýnir lítilsvirðingu gagnvart því sem þar er verið að vinna.

Í ljósi þessa leggur fundurinn til að frekari próftöku þetta skólaárið verði aflýst meðan ekki er búið að finna viðunandi prófakerfi sem ræður við álagið og fyrirlögn af þessu tagi.

Fundurinn telur jafnframt tímabært að fyrirlögn samræmdra prófa í núverandi mynd sé tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þau eru barn síns tíma og eiga í þessari mynd ekkert erindi inn í skólastarf undir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar“.