Skóla­stjórn Sjá­lands­skóla segist harma þá stöðu sem upp sé komin vegna ein­eltis­máls sem fjallað hefur verið um á vef Frétta­blaðsins. Þetta kemur fram í til­kynningu frá stjórninni.

Til­efnið er frétt Frétta­blaðsins af frá­sögn Sig­ríðar Elín Ás­munds­dóttur sem sagði frá því á Face­book í gær hvernig tíu ára gamall sonur hennar hefur orðið fyrir þrá­látu ein­elti í skólanum.

„Ég hef fengið ótal sím­töl frá elsku stráknum mínum þar sem hann er grátandi inni á klósetti í skólanum og biður mig að koma og sækja sig því strákarnir hafa hótað honum, hreytt í hann særandi at­huga­­semdum eða lamið hann,“ sagði Sig­ríður meðal annars vegna málsins. Sonur hennar hefur neyðst til að hætta í skólanum vegna málsins.

Segja ein­elti alltaf tekið al­var­lega

Í til­kynningu sinni segjast skóla­stjórn­endur harma þá stöðu sem upp sé komin í málinu. Þeir segja að unnið hafi verið eftir ein­eltis­á­ætlun Garða­bæjar síðan til­kynning til skólans barst um málið.

„Ein­elti er alltaf tekið al­var­lega og lögð er rík á­hersla á að leysa slík mál.

Skólinn getur ekki tjáð sig um mál ein­staka nem­enda en mikil­vægt er að það komi fram að unnið hefur verið með nem­endum skólans í fé­lags­færni og vin­áttu­þjálfun um langt skeið,“ segir í til­kynningunni.

„Meðal annars hafa allir kennarar skólans sótt nám­skeið hjá KVAN þar sem kennarar geta sótt í verk­færa­kistu til að efla og þjálfa fé­lags­leg sam­skipti. Þeirri vinnu verður haldið á­fram í skólanum í sam­vinnu við fræðslu­svið Garða­bæjar.

Skólinn hefur lagt sig fram um að vinna öll ein­eltis­mál og sam­skipta­mál sem upp koma fag­lega og af festu.

Við biðlum til allra að huga að því að hér er um að ræða börn og mikil­vægt að sýna að­gát í orð­ræðu.“