Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir og Alma D. Möller, land­læknir sendu í gær skóla­stjórn­endum í grunn- og leik­skólum bréf til á­rétta mikil­vægi þess að halda skóla­starfi á­fram þrátt fyrir tak­markanir á skóla­starfi.

„Nauð­syn þess að hefta út­breiðslu CO­VID-19 far­aldurins er öllum ljós. Mark­mið að­gerðar er að auka líkur á því að að heil­brigðis­kerfið geti sinnt þeim sem veikjast af CO­VID-19 hér á landi á­samt því að geta sinnt annarri bráða­þjónustu,“ segir í bréfinu sem Þór­ólfur og Alma skrifa undir.

Að mati sótt­varna­læknis eru líkur á smiti frá ungum börnum tölu­vert ó­lík­legra en frá full­orðnum enda sýna rann­sóknir hér á landi og á hinum Norður­löndunum að smit hjá börnum er fá­títt, segir þar enn fremur. „Því má leiða líkum að því að ekki er til­efni til þess að tak­marka skóla­starf frekar í sótt­varna­skyni.“

Í undir­lagi bréfsins segir að heil­brigð börn ættu að halda á­fram að sækja sinn skóla. Kennarar og og starfs­fólk skóla er fram­línu­fólk í nú­verandi að­stæðum. Staðan væri flókin og kallar á fjöl­breyttar leiðir, út­hald og sveigjan­leika af hálfu allra. Kennarar og starfs­fólk í á­hættu­hópum ættu að gæta fyllstu var­úðar og skólar eigi að fara eftir sínum við­bragðs­á­ætlunum ef upp kemur grunur um smit.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins hefur bréfið fallið í grýttan jarð­veg hjá skóla­stjórn­endum. Fjöl­margir skólar vinna hart að því dag­lega að sótt­hreinsa alla fleti til þess að reyna koma í veg fyrir smit. Skólastarf hefur verið hætt víða í Evrópu og þá eru sum lönd sem halda einungis úti skóla fyrir börn framlínufólks.

Kennarasambandið var að undirbúa frekari takmarkanir

„Það sem hefur gerst er að um helgina fóru mis­vísandi upp­lýsingar af stað um hvar við værum stödd í þessu ferli varðandi tak­markanir á skóla­starfi. Það gengur víða mjög vel en sums staðar er þetta býsna þungt og á ein­hverjum stöðum liggur skóla­starf niðri. Við vorum til­búin í þá veg­ferð að fara skipu­leggja þennan annan fasa og okkur fannst tíma­bært að fara beina sjónum að honum. Svo tók sótt­varna­læknir þessa á­kvörðun og út­skýrði hana þannig að það sé tölu­vert langt í frekari tak­markanir,“ segir Ragnar Þór Péturs­son, for­maður Kennara­sam­bands Ís­lands, spurður um af­stöðu skóla­stjórn­enda til bréfsins. Stjórn KÍ fundaði bæði í gær og í dag um málið.

Af­staða KÍ er nú að fylgja og vinna eftir til­mælum sótt­varna­læknis. „Okkar verk­efni núna er að finna út úr því hvernig það verður gert,“ segir Ragnar.

Gríðarlega erfitt að reka skóla undir þessum kringumstæðum

Ragnar er í miklum sam­skiptum við skóla­stjórn­endur og fær reglu­lega upp­lýsingar um stöðuna. „Það er ljóst að það víða erfitt að halda þessu úti. Það erfitt skipu­lagið varðandi hópa­skiptingar, passa að hópar blandist ekki og taka líka til og greina og verja sér­stak­lega börn þessara fram­línu­hópa. Þetta hefur reynst bara gríðar­lega erfitt skipu­lags­mál,“ segir Ragnar. „Það er erfitt að reka skóla á góðum degi en það er gríðar­lega erfitt undir þessum kring­um­stæðum.“

Spurður hvort kennarar og starfs­fólk hafi á­hyggjur af því að smitast þegar nú hefur verið sett sam­komu­bann á hópa stærri en 20, segir Ragnar kennara hafa einnig á­hyggjur af því að smita börnin. „Þeir myndu koma þannig smiti inn á fjöl­mörg heimili. Þetta á sér­stak­lega við yngstu börnin þar sem það er ekki raun­hæft að börnin sitji tvo metra hvert frá öðru allan daginn.“ Hann bætir við að lokum að víða sé skóla­starfi haldið úti með glæsi­brag en sums staðar er á­skorun og mögu­lega er meiri ótti þar.

Eiga að fara eftir viðbragðsáætlunum ef það er grunur um smit

Stjórn Kennara­sam­bandsins sendi í dag bréf á sitt fé­lags­fólk þar sem kemur fram að um helgina hafi verið til um­ræðu að tak­marka skóla­hald frekar en nú er. Kennara­sam­bandið studdi það.

„Nú hefur sótt­varna­læknir hins vegar metið það sem svo að slíkt sé ó­tíma­bært. Við séum enn nokkuð frá þeim stað í út­breiðslu sjúk­dómsins sem kalli á næstu skref í tak­mörkunum skóla­halds. Þennan skilning sinn á­réttaði hann í bréfi til stjórn­enda, kennara og for­eldra,“ segir í bréfi KÍ. „Í þeim að­stæðum sem nú eru uppi hefur sótt­varna­læknir ævin­lega síðasta orðið. Til­mælum hans þarf að fylgja. Á það jafnt við um þau til­mæli að reynt sé að halda uppi skóla­starfi en ekki síður þeim til­mælum hans að heilsa og öryggi starfs­fólks sé í fyrir­rúmi,“ segir þar enn fremur.