Það er snúið verk­efni að um­bylta kennslu­háttum í f jöl­mennum skóla á nokkrum dögum. Stjórn­endur Há­teigs­skóla stóðu þó frammi fyrir því þegar skólanum var lokað skyndi­lega vegna CO­VID-19 smits starfs­fólks. Með litlum fyrir­vara þurfti að sam­hæfa alla kennara og stjórn­endur skólans og hefja f jar­kennslu fyrir um 460 nem­endur.


„Það skipti sköpum að við vorum að miklu leyti til­búin. Við byrjuðum síðasta haust að inn­leiða fjar­kennslu á ung­linga­stigi í gegnum Goog­le Class­room sem hefur gefið góða raun,“ segir Arn­dís Stein­þórs­dóttir, skóla­stjóri Há­teigs­skóla.


Sú kennsla var síðan ný­lega yfir­færð yfir á bekkjar­deildir á mið­stigi en við skyndi­lega lokun skólans urðu síðan allar deildir að fara að nýta tæknina í fjar­kennslu


ýta tæknina í fjar­kennslu. „Fyrir­varinn var skammur en við náðum að setja upp á­gætt skipu­lag. Allir um­sjónar­kennarar funda dag­lega með sínum nem­endum í gegnum Goog­le Hangouts meet og þeir fá síðan verk­efni sem hæfa þeirra aldri,“ segir Guð­finna Hákonar­dóttir, verk­efna­stjóri ný­sköpunar í Há­teigs­skóla


Arn­dís og Guð­finna eru sam­mála um að breytt skipu­lag hafi gengið mun betur en þær þorðu að vona og hafi í raun gefið skóla­stjórn­endum nýja sýn á skóla­starfið.
„Það hefur verið gaman að upp­lifa hvað þessi kyn­slóð nem­enda er fljót að grípa tæknina. Einnig hefur þessi reynsla sýnt okkur að við van­metum í sumum til­vikum hvað þessir krakkar eru færir og til­búnir að halda utan um sitt nám sjálfir,“ segir Arn­dís.


Hún segist sann­færð um að skólastar f ið verði ek k i samt eftir að kóróna­far­aldurinn verði yfir­staðinn.


„Við munum koma út úr þessu á tals­vert öðrum stað heldur en þar sem við byrjuðum. Við eigum að nýta okkur tæknina og kosti hennar í kennslu en ekki að ein­blína á nei­kvæðu þættina,“ segir Arn­dís.
Guð­finna tekur undir þessi orð og segir að skóla­starfið hafi tekið stórt stökk síðustu daga.


„Það er kannski við hæfi að líkja þessari reynslu við tölvu­leik. Þessar að­stæður hafa gert það að verkum að við höfum farið upp um mörg borð,“ segir Guð­finna.