Jarð­skjálfti af stærðinni 5,9 mældist í morgun á grísku eyjunni Krít og voru upp­tök hans tuttugu kíló­metra suð­austur af borginni Herak­lion. Í fyrstu var talið að skjálftinn hafi verið 6,5 af stærð.

Skjálftinn varð um níu­leytið að staðar­tíma, eða um sex á ís­lenskum tíma.

Nokkrir eftir­skjálftar mældust á svæðinu og var einn 4,6 af stærð og hafa fjöl­margir yfir­gefið heimili sín af ótta við fleiri öfluga skjálfta kemur fram á vef Reu­ters.

Þá hafa skólar í borginni verið rýmdir og ein­hverjar skemmdir orðið á byggingum. Enn hafa ekki borist fregnir af slösuðu fólki, en vitað er um tvo sem eru fastir eftir að byggingar hrundu. Einn í kirkju og annar á heimili sínu.