Skóla­hald hófst á ný á Reyðar­firði í morgun. Leik- og grunn­skólar höfðu verið lokaðir í viku eftir að Co­vid-19 smit komu upp þar.

Yfir 200 sýni voru tekin á þriðju­dag en vegna veðurs var ekki hægt að fljúga þeim til Reykja­víkur í greiningu fyrr en í gær­morgunn að því er fram kemur í til­kynningu frá að­gerðar­stjórn á Austur­landi.

Fimm ný smit komu í ljós við greiningu á þeim og voru öll þeirra innan sótt­kvíar. Þá voru rúm­lega 90 hrað­próf tekin vegna smit­gátar sem reyndust öll nei­kvæð.

Skóla­hald er með nokkuð eðli­legum hætti bæði í leik- og grunn­skólum bæjarins. Mögu­lega þarf að loka ein­hverjum deildum leik­skólans vegna mann­eklu þar sem margir starfs­menn eru enn frá vinnu vegna sótt­kvíar og smita.

Í til­kynningu segir að að­gerða­stjórn sé bjart­sýn á að tekist hafi að ná utan um þau smit sem greindust á Reyðar­firði í síðustu viku. Á­fram verði þó náið fylgst með því hvort fleiri smit greinast.